Saga - 1984, Qupperneq 112
110
PÉTUR PÉTURSSON
frá þessari konu sérstaklega, er hann gerir í blaði sínu fyrst grein
fyrir upphafi rannsóknanna. í Fjallkonunni segir hann:
Nokkru eftir að ég kom hingað suður reyndi ég að nýju. Ég
fékk nokkrar frúr, nokkrar ungar stúlkur og nokkra há-
skólagengna karlmenn til þess að hjálpa mér við tilraunimar.2
Meðal þessara háskólagengnu manna voru Haraldur Níelsson
cand. theol., síðar prófessor, Björn Jónsson ritstjóri, ráðherra
1909-1911, og Indriði Einarsson, hagfræðingur og rithöfundur.
Fóru tilraunir þessar fram í heimahúsum, og voru allmörg miðils-
efni prófuð, og ýmsir þeirra reyndust hafa góða hæfileika.3 Sá er
bar af, var Indriði nokkur Indriðason, sveitapiltur við prentnám í
ísafoldarprentsmiðju, kunnugur Indriða Einarssyni. í nálægð
hans urðu óvenjuleg fyrirbrigði af ýmsu tagi, sem vöktu feikna
athygli og sannfærðu fjölda fólks um tilvist anda og æðri máttar-
valda. Sérstakt félag var stofnað haustið 1905, Tilraunafélagið,
sem aðallega fékkst við athuganir á dulargáfum Indriða og hélt
því áfram í rúmlega fimm ár.4 Indriði lést úr berklaveiki 1912 og
þá lognaðist félagið út af. Meðal þeirra, er stofnuðu félagið, voru,
auk áðurnefndra, Skúli Thoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans og
alþingismaður, og Björn Kristjánsson, kaupmaður og síðar ráð-
herra.5 Ekki er til nein félagaskrá, enda var félagið leynilegt, en
ljóst er af ýmsum heimildum, að í hópinn bættust brátt ýmsir
fyrirmenn bæjarins, svo sem Páll Einarsson borgarstjóri, Brynj-
ólfur Þorláksson organisti, Ólafur Rósenkranz kennari, JónJóns-
son (Aðils) sagnfræðingur, Ásgeir Sigurðsson, stórkaupmaður og
breskur konsúll, sem alinn var upp hjá föðurbróður sínum, Jóm
A. Hjaltalín, skólastjóra á Möðruvöllum.6 Einnig bættust við
læknarnir Björn Ólafsson og Guðmundur Hannesson, síðar pró-
fessor, ásamt Þórði Sveinssyni, er þá var læknanemi en síðar yfir'
læknir á Kleppsspítalanum.7 Líklega hefur Guðmundur Finn-
bogason heimspekingur verið félagi í Tilraunafélaginu eða tekið
2. Fjallkonan 7.4. 1905.
3. Fjallkonan 19.1. 1906.
4. Haraldur Níelsson op.cit., bls. 19.
5. Þjóðviljinn 20.10. 1906. Sjá einnig Þorsteinn Thorarensen. / Fótsporfeðranna,
Fjölvi, Rvík 1966, bls. 332
6. tsafold 21.3. 1906 og 14.11. 1908.
7. Haraldur Níelsson op.cit., bls. 30.