Saga - 1984, Page 114
112
PÉTUR PÉTURSSON
var þetta efni síðar gefið út af ísafoldarprentsmiðju. Þessar bók-
menntir, og sérstaklega spurningin um höfundana, urðu dr. Birni
M. Ólsen íslenskufiæðingi hvatning til að skrifa lærðar ritgerðir a
málfræðilegum forsendum gegn útgefendum.13
Einar H. Kvaran, sem var formaður félagsins, skýrði einnig
opinberlega frá lækningartilraunum miðils félagsins í blaði sínti,
og fullyrtu félagsmenn, fullkomlega í anda spíritismans, að her
væri um að ræða krafta frá öðrum heimi, eða a.m.k. mjög sterkar
líkur á, að svo væri. Um þessi mál og fleiri urðu heiftarlegar blaða-
deilur vorið 1905 og stóðu þær fram á mitt næsta ár.
Blaðadeilurnar um spíritismann
Fyrsta greinin í þeirri orrahríð, sem átti sér stað 1
Reykjavíkurblöðunum, með nokkrum hvíldum, frá einmánuð'
1905 og til loka fyrsta áratugar þessarar aldar, birtist í ísafold 1-
apríl, og er greinarhöfundur eflaust Björn Jónsson. TilrauiUr
þeirra Einars og félaga voru þá þegar á milli tannanna á fólki og
þóttu heldur betur tíðindi. Talað var um, að ýmsir heldri meui1
bæjarins væru að fást við galdra og kukl, vektu upp dauða naeð
særingum uppi í kirkjugarði á næturnar og væru jafnvel afhuga
orðnir kristinni trú. Greinarhöfundur vitnar í þessar sögur og v1^
með greininni:
...reyna að girða fyrir þann taumlausahindurvitnatilbúning
og jafnvel illkynjaðan þvætting, sem farið er að brydda á nrl
þegar þær [sálarrannsóknirnar] komast fyrst í gang hér.
Höfundur tekur skýrt fram, að þetta sé málefni, sem ekkert eig1
skylt við neina trú, vantrú eða hjátrú, heldur sé hér um að ræða
áþreifanleg fyrirbrigði og náttúruleg, „rétt eins og flóð og fjara;
nótt og dagur“. Munurinn sé aðeins sá, að ekki sé enn búið að Þ
fullnægjandi skýringar á upptökum og eðli þessara fyrirbæra, seU1
nú sé verið að rannsaka í Reykjavík, eins og í öðrum helstU
borgum menningarlandanna. Hann minnist á breska sálarranU'
sóknafélagið, British Societyfor Psychical Research, stofnað 1882,
vitnar í forseta þess:
13. Pjóðóljur 20.4. 1906.