Saga - 1984, Síða 118
116
PÉTUR PÉTURSSON
trúarsöfnuð.. .og er hún sjálf æðsti prestur eða hofgyðja þar,
en ritstjóri „Fjallkonunnar", hr. Einar Hjörleifsson, er þar
sagður kapelán, og á síðustu „ísaf.“ er að sjá sem ritstjóri
hennar sé orðinn þar kórdjákni í söfnuðinum.
Jón telur bæði fyrirbrigðin og kenningarnar „loddaraskap" og
„humbúkk" frá upphafi til enda. Að svo miklu leyti sem um trú-
arbrögð sé að ræða, sé það, að hans mati, ekkert annað en hjátrú
og telur nú andstæðinga sína gengna af hinni evangelísku kristnu
trú. „Það sætir furðu“, segir hann í lokin, „að blað, sem einu sinni
var þó málsmetandi, skuli leyfa sér að flytja annan eins
þvætting...Manni gæti dottið í hug, að ritstjórinn væri ekki orð-
inn með allan mjalla.“22
Síðar í sama mánuði ræðir blaðið aftur um spíritismann og
andatrúna í Reykjavík, og fer í það mikill hluti blaðsins. Er þar
minnst á opinberan fyrirlestur, sem Einar H. Kvaran hélt þann
sama mánuð um „Samband við framliðna menn“, og segir blaðið
fyrirlesarann hafa farið með „hálfgert trúar- og kristniboð, með
hnútum og slettum í garð manna, er leyfa sér, og hafa fullnæga
ástæðu til, að efast um visku og „vísindi“ þeirra spíritista. “23 Einar
er þar sakaður um að vanrækja þá sjálfsögðu skyldu að leita að
náttúrulegum orsökum hinna dularfullu fyrirbrigða. Hann
einnig sakaður um að vilja auðga sig fjárhagslega á forvitni og
fávisku almennings með því að selja inn á fyrirlesturinn og auglýsa
þar væntanlega bók, sem hann ætli að þýða og gefa út. í sama blað
skrifar einn, sem kallar sig „Landa", og segir sér verða nóg um, er
hann heyri Einar prédika um guð og kristindóm. Annað hljóð hafi
verið í strokknum, er hann hlustaði á þann sama ræðumann tala
um guð á samkomu íslendinga í Kaupmannahöfn á níunda áratug
aldarinnar er leið:
Hann [þ.e. Einar H. Kvaran] hélt því þá fram, að enginn
guðgœti verið til, nema það væri þá ill vera, bófi, fantur, og
fór ýmsum háðungarorðum bæði um guð og þá menntun-
arlausu fáfræðisbjálfa, sem væru svo einfaldir að trúa á til-
veru guðs.24
22. Reykjavík 4.4. 1905.
23. Reykjavík 29.4. 1905.
24. Ibid.