Saga - 1984, Page 122
120
PÉTUR PÉTURSSON
og spíritismanum?“ Slíkir dómar hljóti að vera byggðir á hleypi-
dómum. „Þeir þykjast vita allt af sjálfum sér.“2 Slíkt sé að sjálf-
sögðu óvísindaleg aðferð, ósæmandi menntuðum mönnum, og
beri vott um „siðferðislegan heigulshátt".3 f varnarritum spíritista
gátu slíkir andstæðingar litið út sem óvinir frelsis og framfara og
jafnvel „ljóssins“. Þessi aðferð gat verið tvíeggjað vopn í höndum
spíritista. Það gat verið vafasöm auglýsing fyrir málefnið, þegar
frá því var greint opinberlega, að miðill félagsins hefði tekið að sér
að lækna ákveðinn krabbameinssjúkling, sem lærðir læknar höfðu
gengið frá sem ólæknandi. Miðillinn hefði fyrir hönd læknis „að
handan“ fjarlægt krabbameinið,4 en nokkrum aögum síðar lést
svo maðurinn. Annað dæmi um það, að vopnin snerust í höndum
spíritistanna, var, þegar útgáfustjórn Lögréttu vildi fá að sannprófa
hæfileika annars miðils félagsins, Guðmundar Jónssonar, að lesa á
lokaða bók. Tilraunafélagsmenn tóku ekki illa í beiðnina, en sjúk-
leiki miðilsins kom í veg fyrir tilraunina. Frá því var svo skýrt af
hálfu félagsins, að miðillinn hefði misst gáfuna í sjúkdóminum,
svo ekkert varð úr öllu saman.5
Hins vegar eru mörg dæmi þess, að það hafi einmitt reynst
spíritistum besta leiðin til að þagga niður í mótstöðumönnum
sínum að bjóða þeim að vera viðstaddir miðilsfundi sína og til-
raunir. Þannig urðu þeir sér oft úti um áköfustu stuðningsmenn
sína. Þannig fór t.d. um Guðmund Hannesson lækni, sem fyrst
tók þátt í tilraununum til þess eins að sanna svik á miðil félagsins,
en sannfærðist um, að þær gerðust svikalaust, eftir að hafa gert
þær rannsóknir (varúðarráðstafanir), sem honum komu til hugar.
Ekki virðist hann þó hafa sannfærst um, að fyrirbrigðin sönnuðu
tilveru látinna í andaheimi, en augljóst er, að reynsla þessa harð-
snúna efnishyggjumanns breytti heimsmynd hans. Hann varð
félagi í Tilraunafélaginu og skrifaði langan greinaflokk um
reynslu sína afsálarrannsóknum í Norðurland 1910-11. Nokkuð af
því efni birtist einnig í erlendu tímariti sálarrannsóknamanna.
Ekki er ólíklegt, að þessar greinar Guðmundar, sem eru vel
2. tsafold 1.6.1906.
3. ísafold 3.5.1905.
4. Fjallkonan 10.3. 1906.
5. ísafold 1.6. og 16.6. 1906; Lögrétta 15. 6. 1906.