Saga - 1984, Side 124
122
PÉTUR PÉTURSSON
Til að gera þessa mynd enn fyllri má bæta því við, að Þjóðviljinn,
undir ritstjórn Skúla Thoroddsens, studdi málið, enda var Skúli
einn af stofnendum Tilraunafélagsins, eins og áður segir. En hann
hélt þó blaði sínu að mestu utan við deilurnar.
Athyglisvert er, að blaðið Ingólfur, málgagn Landvarnarflokks'
ins, tók engan þátt í þessum deilum og birti nánast ekkert þeim
viðkomandi nema vottorð frá Tilraunafélagsmönnum 1908 um,
að svik hefðu ekki fundist varðandi fyrirbrigðin í sambandi við
Indriða miðil.8 Þó má geta þess, að dr. Helgi Pjeturss, sem vat
náinn vinur og skoðanabróðir margra landvarnarmanna, hóf að
rita greinar um ýmis dulræn fyrirbrigði, sem einnig voru 3
dagskrá hjá spíritistum, og birti hann þær aðallega í Ingólf-
Greinar þessar voru með þjóðlegu ívafi, og var komið víða við i
þeim. Komu þar smám saman fram þær sérstæðu kenningar, sem
1919-1922 birtust í bók, sem hét Nýall. í þessu sambandi eru eink-
um athyglisverð þjóðerniseinkenni þessara heimspekikenning3'
sem greinilega eru skyldar guðspekinni, enda var Helgi félagi i
Guðspekistúkunni í Reykjavík frá 1914 og hafði einnig fengist við
sálarrannsóknir. Eins og ýmsir aðrir, sem fyrst fengust við rann-
sóknir dularfullra fyrirbrigða, hafði Helgi verið undir áhrifum
efnishyggju og vísindahyggju 19. aldarog látiðíljósefasemdirog
gagnrýni á hefðbundnar trúarkenningar kirkjunnar. Þetta kom
fram í þeim greinum, cr hann skrifaði í blað það, er stúdentar i
Kaupmannahöfn gáfu út fyrir aldamót og hét Sunnanfari. Flcstir
þeirra, er mest höfðu sig í frammi í stjórnmálum af hálfu land-
varnarmanna, töldust til þeirra úr hópi menntamanna, er höfðu
orðið fyrir mestum áhrifum frá raunsæisstefnunni og vísindalegrl
efnishyggju. Það varð þeim, eins og öðrum, mikið áfall, er
Brandes snerist öndverður gegn íslenskri sjálfstæðisbaráttu og
þjóðernisstefnu. Hann hæddist miskunnarlaust að henni 1
greinum í Politiken í lok desember 1906.9 Fylgi margra íslending3
við Brandes og stefnu hans var upphaflega af pólitískum tog3’
enda höfðu þeir tvo síðustu áratugi 19. aldarinnar sömu afstöðu og
hann til dönsku stjórnarinnar. Brandes hafði áður sýnt áhug3 3
íslenskri sérstöðu og menningu og jafnvel látið þau orð falla á stúd'
8. Ingólfur 15.11. 1908.
9. „Amagers lösrivelse", Politiken 16.12 og 22.12. 1906.