Saga - 1984, Page 126
124
PÉTUR PÉTURSSON
saman um réttindi sín sem sjálfstæð þjóð. Voru þar á meðal bæði
Björn Jónsson og Einar H. Kvaran, ásamt ritstjórum Ingólfs og
Þjóðólfs. Ritstjóri Lögréttu, Þorsteinn Gíslason, ritaði undir með
fyrirvara, enjón Ólafsson, ritstjóri Reykjavíkur, ritaði ekki undir-
en það var einmitt hann, sem hélt áfram árásum á spíritismann.
Hin blöðin skrifuðu nánast ekkert um málið frá því um sumarið
1906 og fram á haustið 1908, og ísafold og Fjallkonati drógu einnig
úr skrifum sínum um málið, eins og áður hefur verið bent á. h^a
vera, að Blaðamannaávarpið og aðdragandi þess hafi átt sinn þáh
í að draga úr þessum blaðaskrifum.12
Eftir að Fjallkonan varð landvarnarblað frá ársbyrjun 1907, birt'
ist þar ekkert um spíritismann, hvorki með né á móti. Áður hefur
verið bent á, að haustið 1908 var Lögrétta mun harðorðari í gar^
spíritista en Þjóðólfur, og endurspeglar það þá þróun, að LögrótF
var að verða aðalmálgagn Heimastjórnarflokksins.
Einar var formaður Tilraunafélagsins, og Björn var í stjón1
þess. Haraldur Níelsson var einnig í stjórninni, og mun hann hafa
hallast að stjórnarandstöðunni, þó ekki væri hann tiltakanleg3
afskiptasamur af stjórnmálum.13 Þótt Einar væri aldrei þingmað'
ur, var hann einn af mestu áhrifamönnum í íslenskum stjórU'
málum um aldamótin. Þorsteinn Gíslason telur í stjórnmálasögu
sinni, að hann hafi átt mestan þátt í að afla valtýskunni fylgis á ís'
landi, þótt Björnjónsson ætti að heita foringi hennar.14 Einar var
þá þegar orðinn einn allra vinsælasti rithöfundur landsins, og ártl
hróður hans eftir að vaxa á því sviði.15 Hafa ber hér í huga, að ri£'
stjórar höfðu lykilstöðu í stjórnmálalífinu á íslandi á þessuU1
árum, og flokkamyndanir voru oft lítið annað en tímabundi11
samtök meðal þingmanna, er tryggt höfðu sér stuðning einhvers
blaðs. Valtýr sjálfur varð þó ekki spíritisti, og kemur það fram 1
ritdómum hans í tímariti því, er hann gaf út í Kaupmannahöfi1,
12. Á þctta hefur Helga Þórarinsdóttir einnig bent í ritgerð sinni: Upphaf sptnós"1
ans á íslandi, 1977, í vörslu Háskólabókasafns, bls. 30.
13. Haraldur Níelsson, Bréfakaflar. í Haraldur Níelsson. Stríðsmaðureilíj3arvissia,,,‘>
1868-1968, SRFÍ, Rvík 1968, bls. 291.
14. Þorsteinn Gíslason, Þættir úr stjórnmálasögu ísiands árið 1896-1918. í Porstt'"
Gíslason. Skáldskapur og stjórnmál, Almenna bókafélagið, Rvík 1966, bls.
15. Stcfán Einarsson, History of Icelandic Prose Writers 1800-1940, Islandica XXXl
XXXIII, Ithaca, New York 1948, bls. 94 og áfram.