Saga - 1984, Síða 133
TRÚARLEGAR HREYFINGAR f REYKJAVÍK
131
apríl árið eftir voru félagar orðnir 224.6 Félagið var í svo örum
Ve*ti, að ekkert guðspekifélag gat státað af santa félagafjölda og
það íslenska, þegar miðað var við manníjölda.7
Fyrsti forseti íslandsdeildar Guðspekifélagsins var Jakob Krist-
l'isson, einn þeirra Kristinsbræðra, sem getið var í sambandi við
félagið Systkinabandið á Akureyri. Jakob var guðfræðingur frá
Háskóla íslands og hafði gerst félagi í Systkinabandinu fyrir
norðan, áður en hann fór vestur urn haf til þess að gegna prests-
Þjónustu meðal íslendinga þar. Forsetastarfinu í Guðspekifélaginu
fylgdi umfangsmikil útbreiðslustarfsemi og fyrirlestrafcrðalög.
f’sir Kristinsbræður stóðu í samciningu straum af launum hans,
•tteðan hann starfaði fyrir félagið.8
htnan félagsins eða í tengslum við það störfuðu ýmsar deildir og
reglur, sem höfðu ýmis sérverkefni á sinni könnu. Félagið
^Jjarnan í austri, sem var í tengslum við alþjóðafélagsskapinn og
stjórnað afleiðtoga hans, frú Besant, var stofnað á íslandi 1914, og
liafði það á stefnuskrá sinni að undirbúa kornu mannkynsfræðar-
ans eða endurkomu Krists.9
Fulltrúi þessa félags á íslandi var Guðmundur Guðmundsson
skáld, en þar voru einnig í fyrirsvari Aðalbjörg Sigurðardóttir
(seinni kona Haralds Níelssonar) og Harriet Kjœr, hjúkrunarkona
1 Laugarnesi, mikill framkvæmdamaður fyrir Guðspckifélagið og
stúkuna þar á hælinu. Félagið gaf í nokkur ár út blað, scm Guð-
tRundur ritstýrði, og hét þaðJólablað Stjörnunnar íaustri. Árið 1920
Var hin svokallaða Co-Frímúrararegla stofnuð, sem virðist hafa
starfað eftir fyrirmynd Frímúrarareglunnar, en í nánum tengslum
v'ð Guðspekifélagið. í blaði Guðspekifélagsins, Ganglera, sem út
°ut fjölritað fyrstu árin, er stuttlega sagt frá stofnuninni og tekið
frarn, að félagsskapur co-frímúrara sé „að vísu óháður Guðspcki-
jel^ginu, en starfar þó algerlega í anda þess og ætti að geta orðið
Pv' mikill stuðningur framvegis."
^ Ga»gleri 11,71921.
1 étur Pétursson, Spiritism och mystik, bls. 18.
■ Gangleri I, 6 1920.
10 félagsins Stjarnan i austri 1915, bls. 3 og áfram.
' Gangleril 1,7 1921.