Saga - 1984, Síða 134
132
PÉTUR PÉTURSSON
Frímúrarareglan og aðdragandi að stofnun hennar
í 25 ára afmælisriti Frímúrarareglunnar á íslandi," sem hér er
stuðst við varðandi sögu reglunnar, er getið um nokkra íslend-
inga, sem voru félagar frímúrarareglunnar fyrir aldamót. Má þar
nefna Grím Thomsen, skáld og alþingismann, og Ásgeir Ásgeirs-
son, kaupmann á ísafirði, er báðir voru félagar frímúrarastúku 1
Kaupmannahöfn. Auk þeirra hafði Jón Vídalín kaupmaður
gengið í regluna á Englandi. Sá sem þó er talinn vera „faðir Frí-
múrarareglunnar á íslandi", var Ludvig Kaaber, sem áður hefur
verið nefndur í sambandi við upphaf guðspekistúkunnar í Reykja-
vík. Hann gekk í regluna árið 1906, var mjög áhugasamur félagi
og komst brátt til metorða innan hennar. Næstu árin urðu svo
nokkrir málsmetandi menn í Reykjavík félagar, svo sem Sveinn
Björnsson málaflutningsmaður og seinna sendiherra og forseti
íslenska lýðveldisins, sonur Björns Jónssonar ritstjóra og ráð-
herra, sem áður er getið, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Flall-
grímur Kristinsson, forstjóri SÍS, Ásgeir Sigurðsson, konsúll og
kaupmaður, ogjón Aðils sagnfræðingur. Tveir hinir síðastnefndu
komu við sögu Tilraunafélagsins, eins og getið var hér að framan.
Fljótlcga virðist það hafa orðið áhugamál íslenskra frímúrara að
efla með sér eigin félagsskap, en þeir voru allir félagar í erlendun1
frímúrarastúkum, aðallcga dönskum. Árið 1913 var því bræðra-
félagið Eddan stofnað, en það var ekki formleg starfsstúka og
hafði ekki viðurkennd réttindi sem sjálfstætt félag innan alheirns-
reglunnar - en það var markmiðið, og virðist Ludvig Kaaber
mjög hafa beitt sér fyrir því, að svo gæti orðið. En í því efni var
fyrst og fremst undir högg að sækja gagnvart dönsku stúkunni-
Einnig varð stríðið þrándur í götu, þar eð samband milli landanna
var erfitt.
Árið 1917 var stofnuð fræðslustúka, og var Ludvig Kaaber
formaður hennar en Sveinn Björnsson varaformaður. Sjálfstæðis'
baráttu íslenskra frímúrara lauk þó ekki fyrr en í janúar 1919, er
Frímúrarareglan á fslandi var formlega stofnuð með tilheyrand1
helgisiðum og útbúnaði.
11. Frímúrarareglan á íslandi 25 ára. Félagatal og söguágrip, Prentverk Odds Bjön’5
sonar, Akureyri.