Saga - 1984, Page 138
136
PÉTUR PÉTURSSON
endum þess bandaríska tók James mikinn þátt í sálarrannsóknum
og taldi skýririgar spíritista þess virði að athuga þær vandlega.
Hann féllst á, að sum fyrirbrigðin gætu bent til einhvers konar vit-
undarlífs eftir dauðann, en taldi, að sannanir fyrir því ættu langt 1
land, áratugi eða jafnvel öld.8 Guðmundur Finnbogason virðist
hafa haft svipaðar skoðanir ogJames. Hann þýddi nokkrar greinar
eftir hann og birti sumar þeirra í Skírni, meðan hann var ritstjóri
hans.9
Það er athyglsivert við skrif íslenskra spíritista, að þeir leggja
ekki eins mikla áherslu á þátt dáleiðslu, sefjunar og dulvitundar og
Myers gerði í bók sinni. Sambandið við anda látinna verður hja
þeim oftast það, sem fyrst og síðast er uppi á teningnum varðandi
dularfull fyrirbrigði. Sálarrannsóknir þcirra eða fundir virðast
beinast að því að fá andana til þess „að sanna sig“. Enda mun það
frá byrjun hafa verið algengasti hvati að miðilsfundum að na
sambandi við framliðna til þess að létta sorg og söknuð þeirra, er
misst höfðu náinn vin eða vandamann, svo þeir mættu sannfærast
um, að hinn látni lifði. Hugtakið „sönnun" í þessu samhengi er
áhugavert, séð frá þekkingarfræðilegum og félagssálfræðilegunt
forsendum, og hefur höfundur gert tilraun á öðrum stað til þess að
fjalla um þetta hugtak, eins og það birtist oftast í ræðum og rituin
íslenskra spíritista.10
Kirkja og kristindómur
Það er einkenni spíritismans á íslandi og einnig guðspekinnar, að
vart er um að ræða andstöðu við kristna trú eða kirkju. Erlendis
hefur borið á ákveðinni andstöðu innan þessara hreyfinga eða
hluta þeirra. Einstaka raddir í þessa átt hafa þó heyrst á íslandi, e'1
þær hafa ekki komið frá leiðtogum hreyfinganna og tæplega verið
í nafni þeirra sem slíkra. Hitt er annað mál, að spíritistar og guð'
spekingar hafa haft ýmislegt að athuga við ástandið í trú- °S
8. Ibid.,bls. 170.
9. Sjá ritdóm um bók Einars H. Kvarans í Skírni 1920, bls. 53-58; einnig eftiu11^3
við bók Hcrmanns Jónassonar, Drauma, Rvík 1912, bls. 169.
10. Pétur Pétursson, Spiritism och mystik, bls. 5 og áfram.