Saga - 1984, Side 140
138
PÉTUR PÉTURSSON
Ég hygg, og held því fram, að því verði naumast neitað með
réttu, að trúarbrögðin séu mjög að kulna með vestrænum
þjóðum, að minnsta kosti í þeirri mynd, sem kristin kirkja
boðar þau...Það er ekkert leyndarmál, að mikill meirihluti
háskólagenginna manna, að guðfræðingum fráskildum..-
eru annað hvort andvígir trúarbrögðum, leynt eða Ijóst, eða
láta þau liggja milli hluta...Þá er ekki hinn mikli aragrúi
vinnulýðs í borgunum trúræknari, nema síður sé.11
í sömu ritgerð benti hann einnig á eftirfarandi staðreynd:
Vísindin og kirkjan hafa farið hvort sína leiðina, og alltaf
hefur orðið lengra og lengra á milli brautanna. Sú sannfær-
ing hefur orðið æ ríkari og ríkari, að þau ættu aldrei að eilífn
samleið framar.12
Þetta sama var uppi á teningnum í ræðunni, sem Einar hélt við
stofnun Sálarrannsóknafélags íslands 1918, og oft endranær. Einar
var raunar affyrstu kynslóð íslenskra menntamanna, sem upplifði
óbrúanlega gjá milli kristinnar trúar og vísinda. Eins og áður hefur
verið bent á, voru það áhrifin frá raunsæistefnu Brandesar, serrt
birtu íslenskum námsmönnum þessa gjá. Sálarrannsóknirnar
voru þessum mönnum vísindi, það eina sem dugði í baráttunni
gegn efnishyggju og efasemdum í trúmálum. Þar afleiðandi vildu
þeir ekki mynda trúflokk, heldur starfa undir merkjum vísinda og
rannsókna, stofna vísinda- eða fræðafélag.
Haraldur Níelsson segir frá því, að vinna að nýrri biblíuþýð'
ingu á árunum 1897-1906 hafi vakið hjá honum efasemdir í trú-
málum:
Þegar ég lít yfir liðið líf mitt, finnst mér trú minni aðeins
hafa verið hætta búin um eitt skeið. Það voru síðari árin>
sem ég fékkst við biblíuþýðinguna. Þá gerði ég þá uppgötv-
un, hve ófullkomin bók biblían er, og hve afarröngum hug'
myndum um hana hafði verið komið inn hjá mér, jafnvel i
sjálfri guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Það er svo
um oss flesta, að komi skrið á sumt, þá finnst oss allt ætla að
11. Birtist cinnig í safni ritgcrða eftir Einar, Eitt veit ég. SRFÍ, Rvík 1959, bls. 45-
12. Ibid., bls. 46.