Saga - 1984, Blaðsíða 142
140
PÉTUR PÉTURSSON
Athöfnin byrjar ávallt með hjartnæmri bæn, þegar miðillinn
er kominn í millibilsástandið... í bænunum er ávallt lögð rík
áhersla á það, að þessari lækning sé ekki unnt að fá fram-
gengt án vilja og fulltingis drottins, og guð er beðinn uffl
aðstoð við þetta starf, bæði til þess að hjálpa hinum sjúka
manni og til að birtajarðneskum mönnum mátt sinn...20
Haraldur segir, að það hafi að mestu leyti verið andarnir að
handan, sem komu á fundina þessum „guðsþjónustublæ“. Hann
skrifar:
Ég get gert þá játning, að stundum fluttu vitsmunaöflin, er
sögðust vera framliðnir menn, að handan úr eilífðinni, svo
fagrar bænir og hjartnæmar ræður, að fátt hefur gripið huga
minn hlýrri tökum. Annarri eins ástúð og þar kom fram hcf
ég annars aldrei mætt. Og því meiri virtist umhyggjusemi11
fyrir oss, sem vér urðum fyrir meira aðkasti út af rannsókn-
unum.21
En prédikunarstarfið var einnig þessa heims. Til er á prenti ræða,
sem Haraldur Níelsson flutti í Tilraunafélaginu á jóladag 1907. í
Morgni, tímariti Sálarrannsóknafélags íslands, er hún kynnt sem
„fyrsta spíritistaprédikunin, sem flutt var á íslandi." Eftirfarandi
tilvitnun sýnir vel, í hvaða samhcngi Haraldur, og væntanleg3
fleiri Tilraunafélagsmenn, settu rannsóknir sínar:
Það berast minni tíðindi en þetta, jafnvel hingað út til
íslands. Og þegar þær fregnir komu, var svo mikið ^f
ævintýraþránni eftir í fáeinum af oss, að Tilraunafélagið
varð til og ævintýraleitin hafin líka hér úti á íslandi. Os*
hafði aldrei gleymst ævintýrið fegursta. Og þótt trúin 3
veruleik þess hefði dofnað hjá sumum, þá var það ekki fyrir
þá sök, að þeir hinir sömu vildu ekki trúa... Nú er ég sanri'
færður um, að ég hefséð „birtu drottins“, að „birta drottinS-
hefur ljómað kringum okkur í ævintýraleit okkar í Tú'
raunafélaginu. Við höfum orðið fyrir þeirri miklu gæfu
sjá mann úr öðru lífi standa fyrir framan okkur í hvíttm1
klæðum í skínandi ljósi, sem kveikt er í öðrum heimi."
20. Fjallkotuw 10.3. 1906.
21. Haraldur Níelsson, Kirkjan og ódauðleikasantianimar, bls. 104.
22. Morgunn XXXV 1954, bls. 91 og 98.