Saga - 1984, Side 144
142
PÉTUR PÉTURSSON
Maðurinn var einlægur og hreinskilinn og glímdi við vandamál,
sem snertu meira eða minna alla trúaða menn og þá menn aðra,
sem létu sér annt um áhrifkristinnar trúar á siðferðisvitund og lífs'
skoðun í hinu nýja þjóðfélagi tuttugustu aldarinnar. í boðun sinni
bjó hann yfir anda spámannsins, eins og einn af samverka-
mönnum hans við guðfræðideildina, Magnús Jónsson prófessor,
komst að orði í minningargrein.28 Ásmundur Guðmundsson
biskup hélt því fram, að Haraldur hefði komið af stað einu
almennu trúarvakningunni, sem íslenska þjóðin hefur upplifað."
Kirkjuleg yfirvöld virðast hafa verið á báðum áttum um það,
hvernig taka bæri opinberunum spíritista. Helsta heimild um við-
brögð af þeirra hálfu er Nýtt kirkjublað, sem út kom hálfsmánaðar-
lega frá og með 1. janúar 1906 og var ritstýrt af Þórhalli Bjarnar-
syni ogjóni Helgasyni. í febrúarblaði frá 1906 er ritgerð Einars H-
Kvarans, Trú og sannanir, í Skírni árið áður, tekin til meðferðar og
skýrt.frá fullyrðingum hans um kristindóminn. Þar segir, að þetta
sé mál, sem taka verði til rækilegrar athugunar, og muni það verða
gert í framhaldi greinarinnar, enda sé fagnaðarerindi spíritismaRs
„borið fram með djúpri virðingu og vinarhug til kristindóms og
kirkju, fþað] leitar bandalags við kristindóminn og vill verja hanR
falli með nýjum óbrigðulum sönnunum. “30
Þann 10. mars sama ár kom svo ítarleg grein í blaðinu, þar scfít
leitast er við að skilgreina spíritismann og aðgreina hann frá sálat'
rannsóknum og ákvarða, að hvaða leyti og hvernig kristin kirkja
eigi að taka afstöðu til þessa. f greininni kom ekki fram neinn vafi
um, að sálarrannsóknir ættu rétt á sér, og beindi höfundur því &
Tilraunafélagsins að fá til liðs við sig menn, sem ekki væru ,,hcr'
teknir af andatrúnni" og þá einkum lækna. Varðandi afstöðunari
spíritismans er blaðið enn á báðum áttum. Það telur, að trúfelag
spíritista eða reglubundnar samkomur, þar sem boðskapur and'
anna og miðillinn séu miðpunkturinn, sé ósamrýmanlegt kristin111
kirkju. Þar með séu „andarnir, sem spíritistar taka trúanleg3 ’
komnir í stað trúarinnar á Krist, sem sé hinn eini miðpunktor
28. Morgunblaðið 11.3. 1928.
29. Kirkjuritið III 1937, bls. 117; Á. Guðmundsson, Haraldur Níelsson, Hat‘l^a
Níelssonarfyrirlestrar I, Rvík 1938.
30. Nýtt kirkjublað 1906, 3, 1. febr.