Saga - 1984, Side 146
144
PÉTUR PÉTURSSON
mágur Björns Jónssonar, kom nokkuð við sögu Tilraunafélags-
ins, þar sem hann var beðinn, sem utanfélagsmaður, að vera
vottur að fyrirbrigðunum, sem þar gerðust. Hallgrímur var
sjúkur orðinn síðustu æviár sín, og samkvæmt frásögn Haralds
síðar gerði miðill félagsins á honum lækningatilraunir.34
Er deilurnar voru sem svæsnastar, komst orðrómur á kreik unt
það, að biskup væri viðriðinn starfsemi Tilraunafélagsins, og var
farið fram á, að hann bæri afsér þær sakir.35 Ekki liggur neitt fyrir
á prenti frá Hallgrími biskupi um afstöðu hans til spíritismans eða
þátttöku í starfsemi félagsins.
Áður er þess getið, að dómkirkjupresturinn, Jóhann Þorkels-
son, var af gamla skólanum í guðfræðinni. Sigurbjörn Á. Gísla-
son, sem oft prédikaði í Reykjavík á þessum árum, var, eins og
bent var á í öðrum hluta þessarar ritgerðar, sama sinnis og mjög
andsnúinn spíritistum og guðspekingum. Þessir tveir prédikaraf
virðast hafa talað gegn spíritistum í ræðum sínum, því spíritistar
kvörtuðu undan skeytunum frá þeim.36 Ekki virðist það þó hafa
spillt fyrir Haraldi Níelssyni, sem sótti um annað prestsembaettið
við dómkirkjuna, sem fyrst var auglýst til umsóknar 1909, og
hlaut hann það með meirihluta allra greiddra atkvæða.37 Ekki er
sjáanlegt á blöðum, að í þeim kosningum hafi átt sér stað áróður
sprottinn af afstöðunni til spíritismans. Eftir nokkra mánuði varð
Haraldur að segja af sér þessu embætti vegna meinsemdar í hálsi-
Kirkjusókn hafði verið góð hjá honum, og var hans saknað ^
meirihluta safnaðarins.38 Ekki virðist hann þá hafa verið farinn að
taka jafn eindregið mið af spíritismanum í prédikunum sínum og
síðar varð.39
Andstaða prédikara í dómkirkjunni við spíritismann virðist
hafa valdið því, að nokkrir sögðu sig úr þjóðkirkjunni og gengu 1
34. Haraldur Níelsson, Hví slærð þú mig? II. Andsvar gegn ummœlum biskttps, ís3'
foldarprentsmiðja 1922, bls. 32-33. Sjá einnig eftir sama höfund Kyrkatt och de"
psykiskaforskningcn, Litteraturförlaget, Stockholm, bls. 25.
35. Pjóðólfur 19.10. 1906.
36. Fjallkonan 12.1. 1906; ísafold 14.3. 1906.
37. Bjarmi III, 7-8, 7.4. 1909.
38. Nýtt kirkjublað 1909, 3, 1. október.
39. Jón Auðuns, Sálarrannsóknarmaðurinn Haraldur Níelsson. 1 Haraldur Níelsso"'
Stríðsmaður eilíjðarvissunnar, bls. 154.