Saga - 1984, Page 154
152
PÉTUR PÉTURSSON
þeim, stofna félög, þar sem það kynni að virðast tiltækilegt
o.s.frv.5
Fræðsla var nlest áberandi í starfi SRFÍ, enda benti Einar á það
þegar í upphafi, að félagið hefði ekki tök á að stunda raunverulegar
rannsóknir. Auk þess vildi hann ekki, að félagið yrði til þess að
„þjarka um það, sem allir geta gengið úr skugga um að sannað
er.“6
Inngangsfyrirlestur sá, sem vitnað er til hér, birtist á forsíðu
Morgunblaðsins ásamt helgimynd af verndarengli á aðfangadag jóla
1918. Það fannst Bjarma of langt gengið og hneykslaðist mjög á og
sagði, að „æði mörgum hefði fundist, að það hefði farið betur á að
flytja hann einhvern annan dag.“7 Eitt hið athyglisverðasta i
þessum fyrirlestri er sú staðhæfing, að miðlar og dularfull fyrir-
brigði séu e.t.v. ekki nauðsynleg til þess að fá „vitneskju um stað-
reyndir ósýnilegs heims." Þar segir:
...að mönnum sé í raun og veru kleift, að minnsta kosti
mörgum, að temja svo sjálfa sig, að þeir geti fengið þá vitn-
eskju, án þess að þurfa að leita til nokkurra meðalgangara-
Ég get vel hugsað mér, að þcssi leiðin verði á einhverjum
ókomnum tíma aðalleiðin, ef til vill eina leiðin.8
Þessi hugsun er einmitt kjarni guðspekinnar og í raun yfirleitt
allrar dultrúar (mystíkur).
Það sem einkenndi þróun spíritismans á öðrum áratug þessarar
aldar var, að hann var ekki lengur einkaeign fámenns, innvígðs
hóps, svo sem yfirleitt er, þegar um æðri þekkingu dulræns eðlis
(esóterísk) er að ræða, sem þróast í skjóli leyndar.9 Leiðtogar
íslenskra spíritista vildu gera spíritismann að almenningseign, eins
og best sést á prédikunarstarfi Flaralds Níelssonar og markmiðurn
SRFÍ. Annars staðar á Norðurlöndum var spíritisminn áfram eins
konar menningarkimi (súbkúltúr), framandi almenningsálitinu,
án opinberrar viðurkenningar og með nánast alla fjölmiðla á mót'
sér. Á öðrum áratug aldarinnar urðu spíritismi og ýmiss konar
dultrúarhugmyndir snar þáttur í „borgaralegri hugmyndafræði
5. Morgutm I 1920, bls. iv-v.
6. Morgunblaðið 24.12. 1918.
7. Bjarmi XIII 2.1. 1919.
8. Morgunblaðið 24.12.1918.
9. Sjá aftanmálsgrein 5.