Saga - 1984, Síða 160
158
PÉTUR PÉTURSSON
huga, að konur í SRFÍ og Guðspekifélaginu, sem hér eru teknar
með, áttu þess ekki kost að gerast félagar í Frímúrarareglunni.
Myndin sýnir, að u.þ.b. einn af hverjum flmm félögum var 1
meira en einu félagi. Af þeim 443 nöfnum, sem eru á lista SRFÍ
1919, eru 55 einnig á lista Guðspekifélagsins eða 12%. Þetta þýðir
aftur á móti, að a.m.k. 20% félaga Guðspekifélagsins voru einnig
í Sálarrannsóknafélaginu. Af karlmönnum í SRFÍ sjáum við 17%
á áðurnefndum lista Frímúrarareglunnar til 1930, og 12% karla i
Guðspekifélaginu cru þar sömuleiðis. Tíu menn voru í öllurn
þrem félögunum.
Myndin sýnir, að 1930 höfðu a.m.k. 18% félaga Frímúrararegl'
unnar verið í SRFÍ og/eða Guðspekifélaginu. AthygliSvert er, að
meðal þeirra voru leiðtogar þessara félaga (Einar H. Kvaran, Har-
aldur Níelsson, Ludvig Kaaber og Jón Aðils). Þessi staðreynd
styrkir fyrri vísbendingar um það, að dulspcki spíritismans og
guðspekin hafi fallið ágætlega að fræðum frímúara. Þó ber að geta
þess, að meðal félaga í reglunni var a.m.k. einn opinber andstæð-
ingur spíritismans, Ágúst H. Bjarnason prófessor.
Það er sjaldgæfara að sjá leiðtoga spíritista og guðspekinga i
félagatali beggja hreyfinga; þó kemur það fyrir. Páll Einarsson,
hæstaréttardómari og fv. borgarstjóri, var í stjórnum beggj3
félaganna. Aðalbjörg Sigurðardóttir, seinni kona Haralds Níels'
sonar, starfaði einnig mikið í báðum félögunum. Hún hafði verið
félagi í stúkunni Systkinabandið á Akureyri, en innan hennar þró-
aðist áhugi á guðspeki og spíritisma jöfnum höndum, enda var
ekki stofnað sérstakt sálarrannsóknafélag á Akureyri fyrr en löngu
seinna.
f félagaskránum má sjá nöfn flestra mestu athafnamanna í reyk'
vísku atvinnu- og efnahagslífi og ennfremur marga áhrifamenn i
menntamálum og stjórnmáíum þjóðarinnar. Eftirfarandi nöfn
styðja þessa fullyrðingu, en þeim er ekki ætlað að vera tæmandi
upptalning. Nöfn þeirra manna, sem þegar hafa verið nefndir i
þessari grein, verða ekki talin aftur, enda áður að nokkru ge'ð
grein fyrir stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Úr atvinnúlífinu má nefna
menn eins og Thor Jensen útgerðarmann, Kjartan Thors, f°r'
mann Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda, Garðar Gíslason
stórkaupmann og Sigurjón Pétursson, forstjóra og formann
Félags íslenskra iðnrekenda, en þeir voru félagar SRFf. Meðal