Saga - 1984, Page 162
160
PÉTUR PÉTURSSON
lega enn sem komið er og ekki hefur verið úr því skorið, hvers
eðlis þessi áhrif voru. Hér skiptir máli, hvernig hugtakið „spírit-
isti“ er notað. Það er t.d. vafasamt, hvort það á við í því tilviki,
er prestar báru virðingu fyrir skoðunum ástsæls kennara án þess að
taka jákvæða afstöðu með spíritismanum sem hreyfingu. Lögðu
þessir prestar, sem urðu fyrir „áhrifum“ af spíritismanum, sömu
áherslu á „fyrirbrigðin" og spíritistar gera? Hér verður ekki fjallað
nánar um þessi áhrif á prestastéttina og kirkjuna, en benda má a,
að aðeins sex félagar Sálarrannsóknafélagsins 1919 voru eða urðu
vígðir prestar í þjónustu þjóðkirkjunnar og á lista Guðspekifélags-
ins eru ekki nema tveir, sem voru eða urðu prestar í þjóðkirkjunni-
Þó ekki sé hægt að einskorða „áhrifin“ við þessar tölur einar
saman, benda þær þó til þess, að áðurnefndar kenningar þurfi
endurskoðunar við. Sennilega hafa áhrif spíritismans ekki verið
minni innan kcnnarastéttarinnar en meðal presta. En vinsældir
áðurnefndra félaga innan hinnar nýju borgara- og millistéttar
Reykjavíkur gefa tilefni til nánari umfjöllunar út frá félagsfræði-
legum forsendum.
Hugmyndafrædi borgara- og millistéttar
Eins og bent var á í fyrsta hluta þessarar ritgerðar, varð til stétt
innlendra kaupmanna og stóratvinnurekenda á fyrsta áratug þess-
arar aldar. Utanríkisviðskipti og samband við útlönd var þó enu
að miklu leyti um Kaupmannahöfn, en þetta brcyttist í fyrrl
heimsstyrjöldinni, sérstaklega í kjölfar þess, að íslendingar tókn
þessa málaflokka í auknum mæli í sínar hendur og stofnuðu til
sjálfstæðra vcrslunarsambanda við önnur ríki, einkum Bretland
og Bandaríki Norður-Ameríku. Þessi þróun á efnahags- °8
stjórnmálasviði, samfara vaxandi þéttbýlismyndun, hafði í f°r
með sér gjörbyltingu á íslensku samfélagi. Aldagamlar undif'
stöður og forsendur bændaþjóðfélagsins brustu, en Reykjavík
varð miðstöð hins nýja þjóðfélags. Þessar grundvallarbreytinga[
birtust ekki síst í hinni „andlegu yfirbyggingu", þ.e.a.s. trúarlíh
þjóðarinnar. Sáþáttur, sem hér er til umræðu, dultrúarhreyfmgi11’
er eitt skýrasta dæmið um þessa byltingu i andlegu lífi þjóðarinn-