Saga - 1984, Page 163
TRÚARLEGAR HREYFINGAR f REYKJAVÍK
161
ar- í þessu ljósi verður að skoða hugmyndafræðilegan grundvöll
nÝju stéttanna í Reykjavík og hlutverk dultrúarhreyfingarinnar.
Stjórnmálaþróun áranna, sem hér um ræðir, sýnir það best,
hversu hugmyndafræðilegur grundvöllur þessara stétta var óljós.
Sem stjórnmálaafl gátu þær ekki skapað sér eigin ímynd í krafti
sameiginlegra hagsmuna eða skipað sér í einn stjómmálaflokk. Að
þessu leyti er annar áratugur aldarinnar eins konar millibilsástand
1 ^slenskri stjórnmálasögu, ástand sem einkennir í raun fyrstu þrjá
aratugina meira eða minna. Sú tilgáta skal sett fram hér, að á þessu
hmabili hafi dultrúarhreyfingin gegnt ákveðnu hygmyndafræði-
legu hlutverki fyrir borgara- og millistéttina.
Það millibilsástand, sem einkennir þessar stéttir sérstaklega, er,
þær voru þessi ár að brjóta af sér gamlar viðjar og um leið að
skapa sér tilverurétt og forsendur í íslensku samfélagi. Sá vísir,
Sem til var að þessum stéttum á 19. öld, var algerlega háður dönsk-
um hagsmunum og menningu yfirleitt. Hin nýja stétt var hins
Vegar orðin sér þess meðvituð í upphafi aldarinnar, að hún átti
Serstakra íslenskra hagsmuna að gæta, þótt hún væri enn of háð
Danmörku til þess að geta sagt skilið við það gamla að fullu og
óllu. Það hefði þess vegna verið andstætt hagsmunum hennar að
Sameinast um beinskeytta þjóðernispólitík, en hitt, að taka upp
úþjóðlega íhaldsstefnu, hefði hins vegar gert henni óvært í land-
1Uu, þegar þjóðernisvakning var í hámarki. Dulspekin gat hér
°rðið sameiningargrundvöllur, þar eð hún var „ópólitísk" í þessu
samhengi. Borgarastéttin hafði heldur ekki efni á því að ganga í
bandalag gegn alþýðunni og egna gegn sér harðsnúna verkalýðs-
^reyfingu, enda var dulspekin ekki pólitísk í því samhengi heldur,
°g nokkrir áhrifamenn í samtökum verkalýðs og sósíalista löðuð-
Ust að dultrúarhreyfingunni.
En þetta „millibilsástand“ einkenndi ekki'bara stjórnmálalífið.
^yrstu tvo áratugi aldarinnar einkenndist íslenskt borgarasamfé-
lag að mörgu leyti af því, sem í félagsfræðinni hefur verið kallað
"Siðrof' (anómía).4 Hefðbundin viðmið og hegðunarreglur
misstu gildi sitt, en nýtt verðmætamat, lífsviðhorf og boðkerfi
(n°rmsýstem) fjölþættara þjóðfélags hafði ekki enn mótast. Þetta
arði áhrif á „einstaklinginn". Fyrri lífsviðhorf og viðmið misstu
Sjá aftanmálsgrein 8.
n