Saga - 1984, Page 164
162
PÉTUR PÉTURSSON
gildi sitt til skilgreiningar á einstaklingnum sem félagsveru, upp-
runa hans, tilgangi og takmarki. Hér átti dultrúarhreyfingin sínu
hlutverki að gegna, enda hafði hún sínar forsendur í einstaklingn-
um og „mikilvægi persónuleikans“. f framhaldi af þessu hlutverki
varð hún einnig þáttur í mótun hins nýja þjóðfélags, að svo miklu
leyti sem félagsform hennar og þeir umgengnishættir, sem þróuð-
ust innan hennar, samtvinnuðust hinni fjölbreyttu félagsgerð
(plúralisma), sem þá var í deiglunni.
Áður hefur verið nefnt, að innan hreyfingarinnar þróaðist
ákveðið umburðarlyndi í garð annarra skoðana, að því leyti að það
var viðurkennt, að einstaklingurinn væri „leitandi“ og að sam-
gangur var á milli félaganna. Þetta viðhorfféll betur að forsendum
fjölþættrar samfélagsgerðar en t.d. þau viðhorf, sem einkenna sér-
trúarflokka. Innan þeirra þróast allt annað viðhorf til félagslegs
taumhalds og mikilvægis einstaklingsins sem leitanda. Sértrúar-
flokkar byggjast á því, að sannleikurinn sé fundinn, og eiga sér
forsendur í allt öðru frelsunarhugtaki en því, sem þróaðist innan
dultrúarhreyfmgarinnar.5
En úr þessu „siðrofi“ reis sjálfstætt íslenskt ríki 1918, sem var að
berjast við að koma undir sig fótunum, og hinar nýju stéttir voru
að sjálfsögðu þær stoðir, sem byggt var á. Sjálfstæðið fól í sér, að
Reykjavík varð miðstöð þjóðlífsins, og dultrúarhreyfingin gegndi
því tvíþætta hlutverki að efla samstöðu og samkennd inn á við og
skilgreina stöðu samfélagsins út á við.
Áður hefur verið bent á, að Guðspekifélagið og Frímúrara-
reglan eru alþjóðafélög, og þátttaka í þeim hafði í för með sér, að
framámenn íslensks þjóðfélags voru komnir í samband við stétt-
arbræður sína í fjölmörgum löndum hins menntaða heims. Ekki
er ólíklegt, að þessi tengsl hafi komið íslensku „bræðrunum" að
notum í alþjóðaviðskiptum. Hér að framan var einnig minnst a
„sjálfstæðisbaráttu" íslendinga innan þessara félaga, baráttu sern
lauk með því, að sérstök íslandsdeild hinnar alþjóðlegu guðspeki-
hreyfingar var stofnuð 1920, og árið áður varð Frímúrarareglau
á íslandi sjálfstæð eining, óháð dönsku stórstúkunni. Meðal
spíritista má einnig sjá ákveðna viðleitni til þess að skilgreina
5. Sjá aftanmálsgrein 9.