Saga - 1984, Page 166
164
PÉTUR PÉTURSSON
komnari og frjálsmannlegri hátt en átt hefur sér stað í
margar aldaraðir.6 7
í framhaldi þessarar greinar í næsta tölublaði Morgutiblaðsins tekur
höfundur sérstaklega til umræðu spíritismann og guðspekina og
telur framgang þeirra stafa af sannleiksást og eilífðarþrá, sem sé
eðlislæg íslensku þjóðinni, en hafi ekki fengið að njóta sín fyrr en
- 7
nu.
Svipaðar hugmyndir koma fram hjá forstjóra SÍS, Hallgrími
Kristinssyni, í bréfi skrifuðu í febrúar 1919 til bróður hans, Jakobs
Kristinssonar.
Mönnum hefur aukist víðsýni og stórhugur þessi ófriðarár,
þótt við mikla örðugleika hafi verið að stríða. Samvinnu-
málin færast í aukana, fossar verða teknir í þjónustu iðnað-
arins, samgöngur batna stórum, járnbrautir, máski flugvél-
ar, koma innan skamms. Allt þetta er hugsað og talað, og
eitthvað af því verður rneira en orðin tóm. Síðast en ekki síst
tel ég, að andlegu málunum virðist ætla að þoka vel áfrarn-
Spíritisma og guðspeki eykst fylgi, og margir yngri menn
hyggjast að gangast fyrir umbótum menntamála yfir höfuð.
Nýstofnað Sálarrannsóknarfélag fslands og í það komnir
300 manns...8
Niðurstaða af því, sem hér á undan er sagt, styður áðurnefnda
kenningu um það, að hin dulræna þekking, sem oftast þróast sem
afkimi samfélagsins, brjóti sér farveg að yfirborðinu á tímum örra
breytinga í þjóðfélaginu og menningunni.9
Hið nýja fsland reis í hjúpi dulhyggju, og hin dulræna reynsla
hafði í sér fólginn nægan sköpunarmátt til þess að sannfæra for-
ystumenn í þjóðlífinu um, að þeir sæju rétt.
NIÐURSTÖÐUR
Rétt fyrir aldamótin og á fyrsta áratug þessarar aldar bárust til
landsins ýmiss konar nýjar stefnur í trúmálum og náðu fótfestu i
6. Morgunblaðið 11.10. 1919.
7. Ibid., 14.10. 1919.
8. Páll H. Jónsson, Úr Djúpadal að Amarhóli. Sagan um Hallgrím Kristinsson, Bóka"
forlag Odds Björnssonar, Akureyri 1976, bls. 257.
9. Sjá aftanmálsgrein 10.