Saga - 1984, Blaðsíða 167
TRÚARLEGAR HREYFINGAR { REYKJAVÍK
165
því samfélagi, sem var að rísa í Reykjavík. Einstaklingar með sér-
gáfu spámannsins og leiðtogahæfileika komu fram og höfðu meiri
áhrif á trúarlíf þjóðarinnar en önnur dæmi munu til á 19. og 20.
öld. Þessar hreyfmgar eru skýr vitnisburður um þær miklu þjóð-
félagslegu breytingar, sem áttu sér stað á íslandi í upphafi þessarar
aldar. Þær sýna og sanna, að staða og hlutverk trúarstofnana og
Þúarbragða í samfélaginu hafði breyst í grundvallaratriðum.
Áður fyrr var það samfélagið sjálft, uppbygging þess og viðhald,
sem markaði viðfangsefni trúarbragðanna og var hið miðlæga í
trúarlífinu, en nú varð það einstaklingurinn og vitund hans, sem
komst í sviðsljós trúarinnar.10 Hvað varðar trúmálasviðið sérstak-
þá hafði þessi þróun orðið áratugum og jafnvel öld áður í
ftágrannalöndunum. Það sem seinkaði þessari þróun á íslandi, var
framan af einangrunin og almenn deyfð, og síðar hin sérkennilega
samtvinnun sjálfstæðisbaráttunnar (þjóðernishreyfingarinnar) og
'haldssamrar skólaspeki í kirkju- og trúmálum."
Það er ekki viðurkennd aðferð í félagsvísindum að láta einstakl-
lnga vera samnefnara fyrir heilt tímabil í sögunni eða ákveðna
þjóðfélagsþróun. Hér er samt ástæða til að nefna þá Friðrik Frið-
riksson og Harald Níelsson. Þeir voru jafnaldrar. Báðir lásu við
Kaupmannahafnarháskóla á síðasta áratug 19. aldar, þegar raun-
sæisstefnan og vísindahyggjan, sem voru alls ráðandi í andlegu lífi
islensku stúdentanna, virtust vera að naga sundur rætur kristinnar
trúar. Báðir börðust þeir fyrir trú sinni, og þótt þeir væru í
minnihluta, fóru þeir með sigur af hólmi. Þeir höfðu stuðning
hvor af öðrum í upphafi, en í lok annars áratugar þessarar aldar
höfðu þessi vináttubönd slitnað, en ekki sársaukalaust.1'
Raunsönn mynd af trúarlegum hreyfingum í Reykjavík þeirra
ara, sem hér um ræðir, fæst ekki nema tekið sé mið af hvoru
tVeBgja, annars vegar áhrifamætti og leiðtogahæfileikum (char-
Á þetta benda Peter Berger og Thomas Luckmann í ritgerðinni Secularization
and Pluralism. í International Yearbook of Sociology ofReligion II1966, bls. 73-86.
Þeir tala um „privatization“ og „subjectivization“ í þessu sambandi.
■ Unr þetta atriði hefur höfundur fjallað nánar í Church and Social Change. A Study
of the Secularizatlon Process in Iceland 1830-1930, Plus Ultra, Vánersborg 1983,
bls. 87 og áfram.
12- Jónas Haralz, Haraldur Níelsson. 1 Faðir minn, presturinn, Skuggsjá 1977, bls.
103.