Saga - 1984, Page 168
166
PÉTUR PÉTURSSON
istná) einstakra manna og hins vegar þeim félagslega veruleika,
sem við var að etja. Fálagsfræðileg umfjöllun getur hér ekki stuðst
við neina þumalfingursreglu, þessir þættir takast á og skapa
söguna og hafa margvísleg og gagnvirk áhrifhvor á annan.13
Þegar litið er á þessa tvo áratugi sem eina heild, hverfa
einstaklingarnir meira í skugga þeirra félagslegu og efnahagslegu
afla, sem settu svip sinn á tímabilið. Fyrri áratugurinn einkennist
af örum breytingum og sveiflum á trúmálasviðinu, og oft virðast
tilviljanakenndar ráðstafanir ráða ferðinni. Óvænt tengsl hug-
mynda, hópa og einstaklinga einkenna þennan áratug, og má sem
dæmi um það nefna, að Haraldur Níelsson var í fyrstu stjórn
KFUM. Eins má í þessu sambandi nefna hina einkennilegu sam-
vinnu milli hins evangelísk-lútherska fríkirkjusafnaðar og aðven-
tista. En þegar kemur fram á annan áratuginn, taka línurnar að
skýrast, og í ljós koma þær tvær hreyfingar, sem settu svip sinn a
trúmálaumræðuna í landinu næstu áratugina, KFUM og skyld
félög annars vegar og spíritisminn og dultrúarhreyfingin hins
vegar. Sértrúarflokkar náðu ekki neinni varanlegri fótfestu i
íslensku þjóðfélagi og höfðu lítil áhrif á trúarlíf þjóðarinnar.
KFUM og KFUK voru hreyfingar innan þjóðkirkjunnar, nánar til
tekið dómkirkjusafnaðarins í Reykjavík, og spíritisminn kenndi
sig við vísindi og starfaði sem fræðslustefna. Að lokum skulu hér
nefndir þeir þrír megindrættir, sem mörkuðu þróunina og getið
var um í fyrsta hluta ritgerðarinnar:
1. Kirkjan, þjóðfélagið og menningin voru áður órofa heild, en
í lok 19. aldar tóku undirstöður þessa að bresta, og menn
urðu sér betur meðvitandi um, að þróunin stefndi í átt til
aðgreiningar. Þetta var undirrót þeirrar skoðunar, sem tók að
gera vart við sig í blöðum og tímaritum á áttunda áratug 19-
aldar, að ófremdarástand ríkti í kirkju- og trúmálum. Þessari
skoðun óx mjög fylgi frá því um 1880, og var hún um alda-
mótin útbreidd, jafnvel meðal almennings. KFUM og skyld
félög vildu ráða bót á þessu með því að efla almenna vakningu
á grundvelli kirkjulegra játninga og lúthersks rétttrúnaðar
13. Þessi afstaða kemur hvað greinilegast fram hjá Max Weber í lok bókarinnar The
Protestant Ethic and the Spirit of Capitalism, sem birtist fyrst sem ritgerð 1904, og
ennþá grcinilegar í þeim neðanmálsgreinum, sem fylgdu seinni útgáfum.