Saga - 1984, Page 179
UM BRETAVINNU TIL BETRA LÍFS
177
amlað í eigin heyskap, unnið við uppskipun eða farið í kaupavinnu
uPp um sveitir. Sum árin bauðst föst vinna, eins og þegar áveitu-
framkvæmdirnar miklu í Flóanum stóðu yfir. Þegar vetur fór að
°g frost komu var lítið um vinnu, en þá var smábúskapurinn sú
líftrygging sem dugði.
Engin tilviljun er, að í manntalinu 1930 er húsráðendum á Eyr-
arbakka og Stokkseyri yfirleitt ekki gefið starfsheiti. Starfslýsing
Eestra þeirra er hér að ofan, en nefna mætti að á Eyrarbakka sátu
Þa flestir embættismenn hreppanna þriggja og enn víðlendara
svæðis. Presturinn sat í Hraunshverfi á Eyrarbakka. Á Eyrarbakka
v°ru einnig héraðslæknirinn, lyfsalinn og sýslumaðurinn.
Nefndir voru aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem sýsluskrifari, vega-
verkstjóri, póstafgreiðslumaður, símaverkstjóri og verkstjóri hjá
Sandgræðslu ríkisins. Meginþorri iðnaðarmanna héraðins var þá
einnig búsettur á Eyrarbakka, sex trésmiðir, bakari, steinsmiður,
beykir, skósmiður, úrsmiður, gullsmiður, rokkadreiari og ullar-
ragari. Fjórir nefna sig kaupmenn og einn telur sig formann og
utgerðarmann.
Á Stokkseyri er listi iðnaðarmanna og borgara ennþá fáskrúð-
ugri- Af 123 heimilisfeðrum í þéttbýli hafa aðeins átta fast starfs-
^eifi, kaupmenn eru þrír, einn telur sig rafstöðvarstjóra og
formann, annar er útgerðarmaður. Bóndi er á gömlu heimajörð-
lnui, Stokkseyri, inni í miðju þorpinu. Og í þorpinu starfa einnig
Suðlasmiður og bóksali.
í Sandvíkurhreppi er orðin merkjanleg breyting árið 1930
sökum upprennandi verslunar við Ölfusárbrú. íbúar í hreppnum
cru þá 233, þar af 178 við sveitabúskap. Heimilisfastir í þéttbýli
Cru þá 55, en aðeins sex húsráðendur gefa upp ákveðið starfsheiti,
kaupmenn eru tveir - annar þó nýlega orðinn kaupfélagsstjóri -
einn er smiður, annar er veitingamaður, og á Staðnum eru einnig
^úsettir bankagjaldkeri og bankaritari.
í skugga kreppunnar miklu
^æstu árin verður mjög mikil útþensla á Selfossi senr eykur hratt
'búatölu Sandvíkurhrepps. íbúar hreppsins eru orðnir 288 árið
12