Saga - 1984, Page 207
KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á ÍSLANDI
205
II. FYLGIKOMMÚNISTAFLOKKSINS
Kommúnistaflokkurinn bauð fyrst fram til alþingis árið 1931,
sðeins rúmu hálfu ári eftir að flokkurinn var stofnaður. Hann
hlaut þá rúm 1000 atkvæði eða 3 prósent gildra atkvæða, sem
greidd voru í landinu. í alþingiskosningum aðeins tveimur árum
S1ðar fékk flokkurinn rúm 2500 atkvæði eða 7,5 prósent gildra
atkvæða. Enn var kosið til alþingis 1934. Fylgi Kommúnista-
flokksins varð þá rétt rúm 3000 atkvæði eða 6 prósent. f kosning-
Unum 1937 vann Kommúnistaflokkurinn mikinn sigur - hann
fékk tæp 5000 atkvæði, 8,5 prósent gildra atkvæða, og í fyrsta og
eina sinn kjörna menn á þing, einn kjördæmakjörinn í Reykjavík,
Einar Olgeirsson, og tvo uppbótarþingmenn, þá Brynjólf Bjarna-
SOn og ísleif Högnason.
Flokkurinn náði sem sagt nokkurri fótfestu meðal kjósenda
Þegar í stað, tapaði nokkru fylgi 1934, en fékk mest fylgí í síðustu
hosningunum, sem hann tók þátt í. Þegar samanburður er gerður
a fylgi Konimúnistaflokksins rnilli kosninga ber að hafa í huga, að
kosningaþátttaka var mjög misjöfn, einkum var hún lítil 1933 eða
runi 70 prósent. Þátttaka í kosningunum 1931 var tæp 80 prósent,
nokkru hærri í kosningunum 1934 og miklu hærri í kosningunum
\^37 eða tæp 90 prósent. Þannigjók Kommúnistaflokkurinn fylgi
sitt um einungis 1 prósent atkvæða frá 1933 til 1937 - úr 7,5 pró-
Sentum atkvæða í 8,5 prósent. Atkvæðatalan nær tvöfaldaðist hins
Vegar - úr um 2500 atkvæðum í tæp 5000.
Ahugavert væri að skoða hvort eitthvert samband hafi verið
nilili kosningaþátttöku og breytinga á fylgi flokkanna. Út í þá
Salma skal ekki farið hér, en þess þó getið, að á þessum árum var
uaikil kosningaþátttaka verkalýðsflokkunum í heild - fyrst
Alþýðuflokki og Kommúnistaflokki, síðar Alþýðuflokki og
°Slalistaflokki - ekki í hag. Miklu fremur græddu þeir, ef svo
m®tti að orði komast, á lítilli kosningaþátttöku eins og í kosning-
Jtuum 1933 og 1942, en þá voru raunar tvennar kosningar vegna
Jordæmabreytingar. Þeir sem kusu í einum kosningum, en ekki
°ðrum, voru þannig að öllum líkindum fremur stuðningsmenn