Saga - 1984, Page 214
212
SVANUR KRISTJÁNSSON
ekki opinberlega. Ritstjóri dagblaðsins, sem er úr andstöðu-
arminum, varð að láta af því starfi, en var ráðinn erindreki
flokksins.
Á íslandi eru starfandi æskulýðssamtök kommúnista,
sem eru í Alþjóðasamtökum ungkommúnista. Æskulýðs-
samtökin vinna með andstöðuarminum og styðja þannig
baráttu hans fyrir að yfirtaka flokkinn. Til þess að mynda
raunverulega byltingarsinnaða verkalýðshreyfmgu einnig
á íslandi er brýnast, að andstaðan herði baráttuna gegn hinni
endurskoðunarsinnuðu, hálfborgaralegu og sósíaldemo-
kratísku forystu. Ekki í þeim tilgangi að kljúfa verkalýðsfé-
lögin heldur til þess að tryggja í reynd, í verkalýðshreyfing'
unni á íslandi í heild, samhenta byltingarsinnaða forystu og
til að byggja upp kommúnistaflokk.
Sá andstöðuarmur, sem þegar starfar, verður að skipu-
leggja sig samkvæmt kommúnískum skipulagsreglum og
tryggja kommúnistum fullt frelsi til útbreiðslustarfsemi,
áróðurs og gagnrýni innan flokksins.
Andstaðan verður einnig að stofna vinnustaðasellur a
öllum helstu vinnustöðum.
Innan verkalýðshreyfmgarinnar og samvinnuhreyfmgar'
innar verður skilyrðislaust að stofna kommúnísk lið, sem
sé stjórnað af forystu andstöðunnar (andstaðan á að berjast
gegn öllum tilraunum, sem gerðar kunna að verða, til að
kljúfa verkalýðsfélögin).
Andstaðan verður þegar í stað að taka upp nána samvinnu
við Samband kommúnistaflokka á Norðurlöndum og berj'
ast fyrir því, að flokkurinn taki upp tengsl við það og kom1
í stað þess nána sambands, sem núverandi forysta flokksins
hefur við dönsku stéttarsvikarana og flokk þeirra.
Af þessari ályktun er augljóst, að Komintern hafði góðar upP'
lýsingar um ísland — talan um fylgi Alþýðuflokksins er þó röng °8
er sennilega prentvilla. í ályktuninni kemur fram, að raunhasft
markmið fyrir íslcnska kommúnista sé að yfirtaka Alþýðuflokk'
inn. Þetta byggðist ekki hvað síst á því, að á Alþýðusambands-
þingi 1922 höfðu kommúnistar, sem þá voru í bandalagi við O
Friðriksson, formann Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur og rlt'
stjóra Alþýðublaðsins, náð umtalsverðum árangri, haft hönd 1