Saga - 1984, Page 219
KOMMÚNISTAHREYFINGIN A ÍSLANDI
217
hafði miðað í baráttunni. Þannig voru verkalýðsfélögin í Hafnar-
fitði, á ísafirði, Seyðisfirði, í Neskaupstað og Reykjavík - en á
þessum stöðum höfðu kommúnistar lítið fylgi - sterkari en
félögin á Akureyri og í Vestmannaeyjum; t.d. var kaupgjald á
Akureyri lægra en í öðrum kaupstöðum. Jafnvel seint á fjórða
aratugnum, 1937, þegar samningsréttur verkalýðsfélaga var orð-
lnn nokkuð almennt viðurkenndur, efndi Iðja - félag iðnverka-
fólks á Akureyri —til tveggja vikna verkfalls; ein aðalkrafan var, að
SÍS viðurkenndi félagið sem lögmætan samningsaðila.24
í Vestmannaeyjum var samningsréttur Verkakvennafélagsins
Snótar ekki viðurkenndur af öllum atvinnurekendum á staðnum
fyrr en nokkrum árum eftir að alþingi samþykkti vinnumálalög-
gjófina 1938 og eru vandfundin hliðstæð dæmi annars staðar að.23
Hér er ekki verið að gefa í skyn, að kommúnistar hafi veikt
Yerkalýðsfélögin, lækkað kaupið eða hindrað, að verkalýðsfé-
'ögin fengju samningsrétt. Röksemdafærslan er frekar sú, að
kommúnistar höfðu betri skilyrði til að starfa, þar sem verkalýðs-
hreyfingin hafði ekki fest sig í sessi og náð fram mörgum baráttu-
málum sínum. Brynjólfur Bjarnason, einn af helstu forystu-
^önnum KFÍ, kom orðum að svipaðri hugsun í viðtali við Þjóð-
v'ljanti 1938. Blaðamaðurinn spyr: „í hverju telurðu það liggja, að
hefir náð meiri áhrifum en bræðraflokkarnir á Norður-
^ndum?" Brynjólfur svarar:
Til þess liggja margar ástæður, en að mínum dómi fyrst og
fremst þessi: Þegar kommúnistar hefja starfsemi sína hér á
landi er verkalýðshreyfmgin ung og í örum vexti. Hún er
ekki stöðnuð í sósíaldemókratískum formum. Það er ekki
til nein sósíalistísk tradisjón, engin sósíalistísk fræðikenn-
ing. Þeir fyrstu, sem fara að boða hér sósíalistískar fræði-
kenningar, eru kommúnistarnir. Það eru kommúnistar,
sem skipuleggja frá rótum verkalýðshreyfinguna í heilum
landshlutum. Þar sem helst var til vísir að sósíaldemókrat-
ískum skipulagsformum, svo sem í Reykjavík, var við
rammastan reip að draga.26
24 C' *
■ ■ 'a aftanmálsgrein 8.
26' Svar|ur Kristjánsson (1976), bls. 25-29.
’ tyóðvHjim 26. maí 1938.