Saga - 1984, Page 229
KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á (SLANDI
227
Ýmsir þeirra höfðu dvalist, og á margan hátt tóku þeir þarlenda
kommúnista sér til fyrirmyndar:30
~ Málgagn ungra kommúnista, Rauði fátiinn, tók nafn af mál-
gagni þýskra kommúnista.51
~ Jafnaðarmannafélagið Sparta hét eftir félagsskap þýskra
kommúnista.52
~ í fyrirhuguðum skólum ungkommúnista skyldu helstu náms-
greinar vera: „Saga sósíalismans, sósíalistísk hagfræði og
félagsfræði og eitt mál,helst þýska“.53
Búningar fyrir ungkommúnista voru pantaðir frá þýskum
kommúnistum.54
~ Varnarlið verkalýðsins, sem voru hliðarsamtök Kommún-
istaflokksins, sótti fyrirmynd sína til Rot Frontsveitanna
þýsku.33 fslenskir kommúnistar notuðu einnig slagorðið Rot
Front.
Eflaust voru margvíslegar ástæður fyrir fylgi menntamanna við
kommúnismann. Má þar nefna, að októberbyltingin í Rússlandi
Raut talsverðrar samúðar og mörgum þótti sem uppbygging nýs
Þjóðskipulags í Sovétríkjunum á grundvelli markvissrar áætlun-
argerðar sýndi yfirburði kommúnismans samanborið við eymd
°g kreppu í auðvaldsríkjunum. Hér á landi kann sérstaklega að
hafa gætt árangurs þeirrar stjórnlistar Kommúnistaflokksins að
tengja
saman þjóðernishyggju og stéttabaráttu undir merkjum
Sam^ylkingarStefnU. Víst er, að á þeim árum gengu til liðs við
h°kkinn skáld, rithöfundar og ýmsir aðrir menntamenn.
Eommúnistaflokkurinn hampaði mjög þessum hópi manna í
Auk fjórmenninganna, sem voru við nám í Þýskalandi og áður er getið, má
nefna Arnfinn Jónsson, sem var við nám í Leipzig 1921-1923, og Gísla Ás-
^undsson, sem var við nám í háskólum í Þýskalandi og Austurríki 1930-1933.
Stefán, Arnfinnur og Haukur S. Björnsson voru tengdir Þjóðverjum Qöi-
skylduböndu m.
52 Þór Whitehead (1979), bls. 17.
53 ^fn°r Hannibalsson (1964), bls. 25.
■ Rauðifáninn 2. árg., 10. tbl. (sept. 1930).
• Sama heimild.
’ Þór Whitehead (1979), bls. 47. Einar Olgeirsson (1983) segir, að íslenskir
kommúnistar hafi haft mest tengsl við þýska kommúnistaflokkinn (bls. 230) og
að í bókabúð, sem flokkurinn rak, hafi verið rnest þýskar bækur (bls. 326).