Saga - 1984, Page 239
KOMMÚNISTAHREYFINGIN A ÍSLANDI
237
10.
12.
arsson og Einar Karl Haraldsson virðast einnig hafa svipað viðhorf í bókinni 9.
nóvember 1932, Rvík 1977: „Dagfarsprúðir einstaklingar fmna mátt sinn í sam-
stilltu átaki fjöldans. Gúttóslagurinn olli sögulegri breytingu, reykvísk alþýða
svaraði árás á lífsgrundvöll sinn á þann hátt, að um sólsetur þegar baráttunni
lauk var ekkert lengur sem fyrr.“ (Bls. 288) Sjá einnig ritdóm Svans Kristjáns-
sonar um bók þeirra í Sögu 16 (1978), bls. 253-256.
Hafnarsellan var ein virkasta vinnustaðasellan í KFÍ, en Reykjavíkurhöfn var
ovenjufjölmennur vinnustaður verkamanna á íslenskan mælikvarða. Raunar
hefur Þór Whitehead (1979) bent á, að hafnarsellan hafi frekar verið lið KFÍ
mnan Verkamannafélagsins Dagsbrúnar en vinnustaðasella, enda hvatti flokk-
1 j Ur>nn til þess, að hún stofnaði undirsellur. (Bls. 38-40)
Ólafur Ragnar Grímsson mótaði hugtökin „sjálfstæðisstjórnmál“ og „stétta-
stJornmál“ og notaði fyrstur til greiningar á íslenskri stjórnmálaþróun í grein
s>nni Miðstöð stjórnkerfis, í bókinni Reykjavík í 1100 ár. Rvík 1974, bls. 226-
254. Nokkur umræða um mismunandi túlkanir íslenskra stjórnmálaflokka á
Þjóðernisvitund er í ritinu Sjálfstcedisjlokkurinn. Klassíska tímabilið 1929-1944,
llvík 1979, eftir Svan Kristjánsson. Sami höfundur (1977, bls. 162-165) fjallar
Ur» íslensku verkalýðsflokkana og þjóðernishyggju.
Alþýðitjlokkurinn: Nýr stjórnmálajlokkur. Hvað haim er og hvað hann vill. Rvík
1017, bls. 10. Tilvitnunin er úr kaflanum Skýringar á stefnuskránni, en stefnu-
skráin hefst þannig: „1. Utanríkismál. Flokkurinn er mótfallinn því, að byrjað
verði fyrst um sinn á samningatilraunum um samband íslands og Danmerkur;
hins vegar sé hagsmuna landsins gætt vandlega í skiptum við Dani og aðrar
bjóðir." (Bls. 6) í Stejnuskrá Alþýðtijlokksins á íslandi, Rvík 1922, sagði í síðasta
hð: „13. Utanríkismál. Vinna skal að og efla vinsamlega samvinnu og viðskipti
við aðrar þjóðir, en sporna af alefli við ásælni og yfirgangi erlends valds, auðs
eða yfirdrottnunar. “ (Bls. 14)
hftir nokkra athugun á stjórnmálahugmyndum fyrstu forystumanna Alþýðu-
fiokksins virðist mér sem eftirtaldir þcirra hafi verið „róttækir" á mælikvarða
*!ns tíma í innanlandsmálum og sjálfstæðismálum: Ágúst Jósefsson, Kjartan
lafsson, Jörundur Brynjólfsson, Jón Baldvinsson, Pétur G. Guðmundsson,
Ottó N. Þorláksson og Stefán Jóhann Stefánsson. Þorvarður Þorvarðsson var
»ns vegar hægfara í sjálfstæðismálinu.
ftannsókn Ólafs R. Einarssonar - Sendifbrin og viðræðurnar 1918. Sendifor
lafs Friðrikssonar til Kaupmannahafnar og þáttur jafnaðarmanna í fullveld-
>sviðræðunum. Saga 16 (1978), bls. 37-74 - sýnir, að afstaða Alþýðuflokksins
r<éðst af vilja hans til að losa stjórnmálabaráttuna úr farvegi sjálfstæðisstjórnmál-
a»na og einnig að danskir jafnaðarmenn höfðu þarna áhrif.
hdín tilgáta er, að afstaða og hugmyndir Ólafs Friðrikssonar hafi ráðið mjög
n»klu um stefnumótun Alþýðuflokksins í þessu máli. Hann hafði dvalist lengi
’ úanmörku (1906-1914) og hafði sett fram svipaðar skoðanir og fram komu
já Alþýðuflokknum sumarið 1918, sbr. V. lið stefnuskrár Jafnaðar-
nninnafélags Akureyrar, scm hann samdi veturinn 1914-1915:
I3að er álit vort, að sambandsmálið hafi langt um of dregið úr starfskrafti
alþingis, til mikils tjóns fyrir framkvæmdir í landinu. Markmiði vortt má ná
>»eð þeirri sjálfstjórn, er vér nú höfum. Vér viljum því fyrst um sinn alger-
13.