Saga - 1984, Blaðsíða 243
KOMMÚNISTAHREYFINGIN Á ÍSLANDI
241
gagnbyltingarsinnum, sbr. Degras (1971) I.bindi, bls. 168-172, einkum greinar
8og 14.
íslenskir kommúnistar tóku mið af kenningunni, en útfærslan var í nokkuð
hefðbundnum stíl svikabrigsla íslenskrar stjórnmálaumræðu, ekki síst á tíma
sjálfstæðisstjórnmálanna:
í bandalagi við erlent hringa- og fjármálaauðvald og stjórnir stórveldanna
fjandskapast íslensk borgarastétt við verkamenn og bændur, svíkur í sjálf-
stæðismálunum, daðrar við danska stórveldastefnu og konungsvald, selur
landið og auðlindir þess, sem ættu að vera eign hinnar vinnandi stéttar,
erlendu auðmagni - allt í þeim tilgangi að auðga sjálfa sig og stéttarbræður
sína I öðrum löndum á kostnað íslenskra verkamanna og bænda.
Hvað vill Kommúmstajlokkur íslartds? Rvík 1931, bls. 16.
Stalín hafði þegar árið 1913 skrifað grein undir heitinu Marxisminn og þjóð-
ernisspursmálið. í J.V. Stalin: Marxism and the National Question. Works,
ILbindi. Moscow 1953, bls. 300-381. Par setur Stalín fram kröfu um sjálfs-
ákvörðunarrétt og jafnrétti þjóða, en segir hins vegar, og vitnar í Kommúnista-
ovarpið, að krafa um sjálfræði (autonomy) þjóða sé þegar úrelt og verði enn úrelt
an í framtíðarríki sósíalismans (bls. 341). Stefna kommúnista sé að binda endi
á þjóðernislega kúgun og þar með halda deilum milli þjóða í lágmarki (bls.
322).
Stalín sem og Komintern fjölluðu um þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu
fyrst og síðast sem spurningu um baráttuleiðir, eins og Stalín raunar áréttaði
árið 1924:
Þjóðernismálið er ekki einangrað eða sjálfstætt mál, heldur aðeins einn hluti
hins almenna máls verkalýðsbyltingarinnar, einn þáttur þessarar málasam-
fléttu. Það verður því að skoða þjóðernismálið frá sjónarmiði verkalýðs-
byltingarinnar almennt. (Stalín (1930), bls. 68.)
Á Sjöunda heimsþingi Kominterns árið 1935 var sérstaklega fjallað um þjóð-
emiskennd og í stefnuræðu sinni hvatti Georgi Dimitroffkommúnista m.a. til
að huga að túlkun sögunnar:
■ ■ kommúnistar, sem gera ekkcrt aðþví að tengja nútímabaráttu sína hinum bylt-
tngarsinnuðu erfðahejðum þjóðar sinnarjrá umliðnum öldum, slíkirkommúnistar
eftirláta viljandi allt hið verðmæta í sögu þjóðarinnar staðreyndafalsendum
fasismans, svo að þeir megi nota sér það til að blinda og heimska fólkið.
(Dimitroff (1936), bls. 101.)
háeginniðurstaða Dimitroffs varðandi þjóðernishyggju var:
Við verðum jafnframt að sýna það og sanna með baráttu verkalýðsstéttar-
innar og starfscmi kommúnistaflokkanna, að öreigastéttin, sem berst gegn
hvers konar áþján og þjóðernislegri kúgun, er hinn eini raunverulegi vörður
þjóðernislegs frelsis og sjálfstæðis með hverri þjóð. (Bls. 105)
byrir Komintern var engu að síður spurningin um þjóðernishyggju fyrst og
fremst spurning um baráttuaðferð gegn fasismanum enda hét sá hluti ræðu
Dimitroffs, þar sem fjallað var um þetta mál, Um hina hugmyndalegu baráttu
8egn fasismanum, en þýski fasisminn var að hans mati „frumkvöðull að kross-
ferð á hendur Sovétríkjunum, föðurlandi hins vinnandi lýðs um heim allan .
(Bls.5)