Saga - 1984, Page 278
276
RITFREGNIR
tilraunum Danakonunga til að byggja upp Kaupmannahöfn, efla verslun og
stofna til og styrkja innlenda borgarastétt í Danaveldi. ísland var mikilvæg
auðlind í því samhcngi. Pegar þessi gagnkvæmu tengsl milli íslensks samfélags
og forkólfa þess annars vegar og hinna konunglegu einokunarfélaga hins vegar
rofna á áratugnum milli 1780 og 1790 er það vegna þess að miklar og erfiðar
efnahagskreppur ríða yfir báða aðila. Höfundur leitast við að gera grein fyrir
arðsemi einokunarverslunarinnar og tekjum krúnu og kaupmanna á þessum
tíma. Enn fremur er reynt að lýsa afleiðingum þessa sambands hvað varðar
íslenskt samfélag og efnahag.
Það er einkenni á þessu riti að í því er mikið fjallað um söguleg vandamál á
tölfræðilegan hátt og með aðferðum sem mótast hafa í nútímahagfræði. Með
þessum hætti er oft hægt að setja fram ákveðnar sögulegar afstæður og
aðstæður í knöppu og áhrifaríku formi.t.d. í töflu eða línuriti. Vitanlega hafa
þessar aðferðir einnig annmarka. En ekki finnst í riti þessu sú hráa talnatrú eða
tölfræðilegi barnaskapur sem oft er fylgifiskur pólitísks áróðurs eða trúboðs
svokallaðra samfélagsvísinda ísamtímanum. Tölur eru aldrei taldar vera meira
en þær eru og ritið ber þess merki að tölfræðiþekking höfundar er mikil og
djúp.
í fyrsta hluta þessa rits eru lýsingar, stuttar og samþjappaðar, á nokkrum
helstu efnahags- og samfélagslegum stofnunum Islendinga á 17. og 18. öld.
Þar er lýst í mjög knöppu formi nokkrum grundvallaratriðum íslensks samfé-
lags, fólkinu og landinu.í formúlunni: fjölskylda - heimili - lögbýli. Bent er á
að framboð á bújörðum setti samfélaginu takmörk og takmarkaði einnig fólks-
fjölgun. Ekki er síður heppnuð hin stutta lýsing höfundar á þeim fólksfjölda-
fræðilegu atriðum sem varða sögu íslendinga á 18. öld og hafa verið til umræðu
meðal fræðimanna á síðustu árum. Þá fær landaurakerfið, hið fornfálega verð-
myndunarkerfi, stutta en skýra lýsingu. Hið ódýra íslenska vinnuafl og íslensk
fátækt eru útskýrð, einnig bannið við þátttöku erlendra kaupmanna í íslensk-
um framleiðslustörfum. í lok annars kafla er reynt að gera grein fyrir mikil-
vægi utanlandsverslunar fyrir íslenskt samfélag á 18. öld með hjálp Ólafs
Stephensens. Verður af því ljóst að íslenskt samfélag var mjög mótað af kaup-
skap á þessum tíma og að hin konunglega einokunarverslun átti þar mikilla
hagsmuna að gæta.
í þriðja kafla ritsins er fjallað um verðsögu og lýst verðlagsþróun íslenskrar
innflutnings- og útflutningsvöru á nýöld. I framhaldi af því er reynt að varpa
ljósi á arðsemi einokunarverslunarinnar. Kafli þessi er uppfullur af hug-
myndum og í honum mikið af talnaefni og staðreyndum sem teflt er saman;
nær sumt langt út fyrir ramma Islandssögunnar, en annað varpar nýju ljósi a
gamalkunn atriði hennar. Þó hefði verið æskilegt að höfundur notaði rit Jons
Eiríkssonar um Islandsverslunina frá 1783 og að hann gæti um annað rit Jóns,
Deo, Regi, Patriæ, prentað í Sórey 1768 með viðbæti eftir Skúla Magnússon.
Úr riti Jóns frá 1783 hefði höfundur t.d. getað fengið tölur um vörutegundir
fluttar til fslands árin 1630,1743,1753, 1764, 1772 og 1774, en hann hefur ein-