Saga - 1984, Page 281
RITFREGNIR
279
að miklu minna hefur verið flutt af fiski til Evrópu frá íslandi heldur en frá
Norður-Ameríku. Samanburður Nýfundnalands og íslands á 18. öld í töflu á
Ms. 74 er stórfróðlegur og vekur jafnframt ótal spumingar og vangaveltur hjá
þeim sem hugsa um fortíð, samtíð og framtíð Islendinga.
Utflutningsframleiðsla á söltuðu sauðakjöti og mikilvægi hennar fyrir
Kaupmannahöfn og danska flotann er einnig tekin til athugunar. Bent er á
hvernig hin auðvelda og ódýra íslenska kindakjötsframleiðsla var eftir Stóru-
bólu á íslandi hagnýtt til þess að hjálpa stríðshrjáðri Kaupmannahöfn. Það er
undirstrikað hve auðveld og hagkvæm sauðfjárrækt er og var á íslandi og
hvernig sveitabændurnir, sem höíðu ákvörðunarvaldið um framleiðslu í land-
lnu, kusu ekkert fremur en að hafa eins margt sauðfé og unnt var. Um leið má
skilja að nokkru hina gamalgrónu íslensku trú á sauðkindina. Sauðfjárræktin
Var þeim bæði auðveldari og öruggari til bjargræðis en fiskveiðar. Þetta telur
höfundur, eins og reyndar Skúli fógeti og fleiri samtíðarmenn hans, að hafi
staðið efnahagslegum framförum í landinu fyrir þrifum.
Skal nú farið fremur fljótt yfir sögu þar sem höfundur sýnir niðurstöður
sinar úr bókhaldsathugunum einokunarfélaganna. Ekki sakir þess að það sé
léttvægara efni en það sem þegar hefur verið rakið, þvert á móti, en aðgengi-
legast er það í töflum höfundar sem bera vitni mikilli elju hans og atorku.
Umfjöllunin um verslunarfélagið 1733-1742 beinist einkum að hlutafé þess
°g arðgreiðslum. Þá er einnig fjallað um kaupverð félagsins og leggur höf-
undur fram nýjar niðurstöður um það mál.
Hörmangarafélagið 1743-1759 er tekið fyrir á mjög gagngeran hátt. Upp-
hafi þess og aðdraganda, uppbyggingu, bókhaldi og stefnu er lýst nákvæm-
kga. Fjölmörg atriði eru dregin fram í dagsljósið, sem ekki voru almennt kunn
fyrir. Efnahagsumsvifunum er lýst ýtarlega í töflum sem unnar eru upp úr
bókhaldi
Þessi kafli um Hörmangarafélagið (bls. 90-114) er, ásamt verðsögulega kafl-
anum,sem lýst er hér að framan, einhver sá matarmesti í ritinu. Rannsókn á
starfsemi félagsins dregur fram forneskjulegan svip þess, hvernig það ýtti
undir sauðfjárrækt á kostnað fiskveiða, og hina miklu erfiðleika þess þegar
hallæri og hörmungar voru á íslandi um leið og viðskiptakjörin versnuðu ákaf-
'ega um miðja 18. öldina.
Konungsverslunin fyrri 1759-1764 hlýtur hins vegar litla umfjöllun í ritinu
því að höfundur hefur ekki fundið bókhaldsgögn hennar. Vera má að unnt
Verði að bæta úr þeim heimildaskorti nú eftir að nýjar skrár hafa komið út um
danska ríkisskjalasafnið.
Höfundur hefur farið yfir bókhaldið hjá Almenna verslunarfélaginu 1764-
H74 og Konungsversluninni síðari 1774-1787 og raðar niðurstöðutölunum í
tóflur. Af þessu bókhaldi má sjá hvernig Almenna verslunarfélagið færir út
hvíarnar í markaðsmálum, en nýir spænskir og ítalskir reikningar endurspegla
beina sölu á fiski til Miðjarðarhafslandanna. Hin miklu veltiár Konungsversl-
Unarinnar síðari sjást þar, en einnig hið mikla tap sem fylgdi á eftir.