Saga - 1984, Page 282
280
RITFREGNIR
Gróði Konungsverslunarinnar síðari var mikill á árabilinu 1774-1782. Bein
fiskverslun við Suður-Evrópu og hátt fiskverð, þar sem ameríski fiskurinn
komst ekki á Evrópumarkað vegna bandaríska frelsisstríðsins, voru helstu
ástæður þessa hagnaðar. Verslunarfélagið tók að fjárfesta á íslandi (húsfriðun-
armönnum til mikillar gleði nú) og kaupmenn tóku að hafa þar vetursetu.
Höfundur lýsir vel bjartsýni „kameralista" hins danska einveldis hvað
varðar fyrirtækið. En fall fyrirtækisins var á næsta leiti. Reynt er að meta áhrif
einstakra þátta í hruninu mikla þegar Konungsverslunin fór í raun á hausinn.
Skaftáreldar og Móðuharðindi er einn þeirra þátta, ef til vill sá mikilvægasti.
Annar þáttur í hruninu var endalok stríðsins í Ameríku, fiskurinn tók að flæða
þaðan inn á Evrópumarkað og verðhrun varð. Fjárfestingarnar urðu fyrirtæk-
inu þungar í skauti og lausafjárstaðan sérlega vesöl með tilheyrandi auknutn
vaxtakostnaði.
Afnám cinokunarverslunarinnar var,eins og höfundur bendir réttilega a,
aðferð til þess að bjarga íjármunum krúnunnar. Embættismenn krúnunnar
höfðu enn við afnám einokunar miklar áhyggjur af að Englendingar gætu
notið góðs af íslandsversluninni.
í næstsíðasta kafla ritsins reynir höfundur að gera grein fyrir tekjum krún-
unnar og kaupmanna af íslandsversluninni á 18. öld. Margt er þar forvitnilegt,
t.d.eru þar tekjur og gjöld krúnunnar á 18. öld, utanjarðabókarsjóðs, sett upp
í eins konar rekstrarreikning (bls. 159), rætt er um tekjur tengdar einokuninni
(linkage income) í Kaupmannahöfn og hugsanlegan óbeinan gróða kaup-
manna. Ýmislegt í þessum kafla má raunar kallast gagnlegur umræðugrund-
völlur fyrir frekari rannsóknir og athuganir.
Nokkrar niðurstöður eru svo dregnar saman í lokakafla og talin upp mikil-
væg atriði í viðskiptum hinna tveggja mikilvægu efnahagsþátta einokunar-
tímabilsins, annars vegar búskapar íslensks samfélags og hins vegar einokunar-
verslana Kaupmannahafnarborgar. Hér eru tínd til atriði eins og hin neikvæðu
viðhorfgagnvart nýjungum á íslandi, hin tæknilega afturför á fslandi við húsa-
gerð, heyöflun og flutninga, hið fasta íslenska verðlag og óttinn við að taka
áhættu, vöruskiptaverslunin og útskúfun peningaviðskipta, áhrif fasta verð-
lagsins á sveiflur framboðs og eftirspurnar og andspyrna stjórnvalda gegn hag-
vexti á íslandi á 18. öld. Varla er nótin snurpuð nógu vel í þessum niður-
stöðum, því að höfundur hefur fyrr í ritinu drepið á margt sem mundi sóma ser
hér í lokin meðal niðurstaðna.
Eitt atriði má ekki láta hjá líða að minnast á varðandi þetta ritverk. Prentfrá-
gangur þess er hvimleiður tæknilega, letur smátt og línur langar. Pó er enn
verra að prófarkalestur virðist hafa farið nteira og minna í handaskolum, bæði
eru stafvillur margar, virðist jafnvel samræmi í þeim sumurn, og setningar og
setningahlutar virðast stundum hafa fallið niður. Ófullnægjandi skýringar eru
við sum línurit. Með ritinu fylgir reyndar listi þar sem prentvillur eru leiðréttar
en hann er einnig ófullnægjandi. Verði verkið gefið út að nýju þarf að laga
þessa tæknilegu galla.