Saga - 1984, Side 284
282
RITFREGNIR
Sú grein eða fyrirlestur, sem vakti einna mesta athygli mína, var erindi Elsu
Nordahls um fornleifarannsóknir í Reykjavík á árunum 1971-1975. Elsa Nor-
dahl er sænskur fornleifafræðingur og var af einhverjum ástæðum fengin til
verksins á sínum tíma. Hún stýrði síðan hópi íslenskra grafara við rannsóknir
á lóðunum í Aðalstræti 18 og Suðurgötu 3-5. Síðan hefur verið grafið í Suður-
götu 7 (1983), en sú rannsókn var á vegum Árbæjarsafns og óháð rannsókn
Elsu Nordahls. f fyrirlestrinum voru í fyrsta sinn birtar á opinberum vettvangi
niðurstöður af rannsókn hennar.
í Suðurgötu 3-5 komu í ljós grunnar nokkurra húsa í mismunandi jarð-
lögum og var þar mest áberandi smiðja sem átti sér þrjú byggingarstig. Efstu
og yngstu leifarnar munu taldar vera eftir timburhús sem stóð á steingrunni og
virðist hafa brunnið. í þessu húsi fundu Elsa Nordahl og aðstoðarfólk hennar
þró með kornleifum í og ber hún þennan fund saman við sofnhúsið í Gröf í
Öræfum (Árbók Fomleifafélags 1959) og leifar þróar á Bergþórshvoli (Árbók
Fomleifafélags 1952).
Hún telur að í Aðalstræti 18 hafi staðið torfhús áður en 19. eða 20. aldar hús
var byggt þar. Elstu húsin voru reist skömmu fyrir og eftir að svonefnt land-
námslag féll (líklega 897 eða 898, bls. 180). Yngstu torfhúsin hafi hins vegar
verið byggð á 14. öld, enda hafi öskulag frá Kötlugosi um 1500 (K 1500) verið
óraskað ofan á þeim. Geislakolsgreining (C-14) lá ekki fyrir en niðurstöður
slíkra mælinga virðast reyndar afar hæpnar hérlendis, ef marka má reynslu
annarra, því að við staðalfrávik (75-150 ár) virðast bætast 100-200 ár, eðajafn-
vel meira. Hús frá tímum Innréttinganna mun hafa verið byggt ofan á leif-
unum í Suðurgötu en það var ekki kannað frekar. Vonandi er væntanleg fyllt'
skýrsla um þessa rannsókn, svo að betur sjáist hvað kom í ljós þarna. T.d. er
bagalegt við þessa grein að engar sniðmyndir eru birtar afveggjum. Án slíkra
sniða eða lóðskurðarmynda verða tímasetningar út frá öskulögum mun óljós-
ari en ella. Þá hefðu grunnmyndir mátt vera einfaldari og skýrari, því að hálf-
erfitt held ég að sé fyrir fólk,sem ekki er vel að sér í fomleifafræði, að lesa ur
þessum myndum. Til samanburðar má benda á myndir í grein Kari Stören
Binns í sömu bók þar sem eru bæði sniðteikningar, grundvallarhjálpartæki i
þessum fræðum, og einfaldaðar grunnmyndir (svo og flóknari), sem gera
grein hennar mjög aðgengilega. Sé litið til greinar Elsu Nordahls, tel ég aðkall-
andi að fyllri lýsing á rannsókninni birtist sem fyrst.
Grein Guðrúnar Sveinbjarnardóttur er um einn þátt rannsókna sem hun
hefur unnið að á eyðibýlum hérlendis. Rannsóknir njóta styrks frá Leverhulme
Trust og eru hluti af verkefni sem kallað er „Viking Settlement, Climate and
Environment Change around the North Atlantic". Hefur hún, ásamt sam-
starfsfólki, unnið að rannsóknum á eyðibýlum í Skagafirði, undir Eyjafjöllum
og í Þórsmörk (sjá greinar t.d. í Eldur er í norðri, 1982, bls. 198 og Árbók Forn-
leifafélags 1982). Hafa rannsóknir hennar sýnt fram á gildi þess að tvinna saman
öskulagafræði og frjógreiningu við rannsóknir og tímasetningu á fornleifum-
í grein sinni fjallar Guðrún um rannsóknir á eyðibýli í Holti undir Eyja-