Saga - 1984, Page 288
286
RITFREGNIR
fyrir 1400 eða nær í tíma en 1800“, sé því að skipta. Samanburður við Aldirnar
margkunnu virðist eðlilegur. í hinni nýju ritröð virðist ætlunin að sýna sem
best „tíðaranda" og „málfar og hugarfar", lesandinn á jafnvel að geta skynjað
„hjartslátt og andardrátt liðinna kynslóða“. Reynt er að gera lesanda þetta
kleift með teikningunum og með því að birta þjóðsögur og samtímaskjöl
jöfnum höndum. Annars virðist mér grunnhugmyndin sú sama í Annálunutn
sem í Öldunum.
Eins og fram kemur í umsögn minni hér á eftir hefur margt tekist mjög
miður í þessu verki að mínu mati. Ég get þó ekki annað en fagnað framtakinu
og vona að athugasemdir mínar leiði með öðru til þess að betur takist til næst.
Höfundur kallar rit sitt „fræði- og skemmtirit fyrir alþýðu manna“ og segist
vilja hafa það sem réttast sé talið, segja söguna „eins og hún birtist í fornum
heimildum og samkvæmt nýrri rannsóknum sagnfræðinga, fornleifafræðinga
og annarra kunnáttumanna.“
Við lestur kemur í ljós að teknar eru um 40 klausur úr Setbergsannál í ritið.
Þessi alræmdi annáll er tekinn saman afGísla nokkrum Þorkelssyni (um 1676-
1725) og nær yfir árin 1201-1713. Efnið í annálnum yfir árin fram til 1600 er að
miklu leyti tilbúningur Gísla eins og Jón Jóhannesson sýndi fram á árið 1940
(Annálar Bókmenntafélags 1400-1800IV, 18-22). Marga lesendur íslenskra annála
mun reka í rogastans þegar þeir lesa við árið 1411 að Indíafar hafi hrakið til
Vestmannaeyja en sú vitneskja er sótt til Gísla (bls. 60). Eins segir frá Portú-
galsskipi við Vestfirði árið 1408 og hollensku skipi og tveimur engelskum
duggum fyrir norðan árið 1404 og er allt frá Gísla (bls. 39,53). Um fimmta
hluta þess efnis sem sótt er til Gísla fylgja sérstakar teikningar (bls. 31,32
39,50,60,88,127,191). Ein þeirra sýnir td. bjarndýr en það gerði sig heima-
komið hjá ekkju einni fyrir norðan, að sögn Gísla, aflaði til bús og „skipti í tv0
staði því það heim bar“ eftir því sem skrafað hafi verið (bls. 32). Ekki er þó efm
sótt til Gísla eingöngu af því að það sé skemmtilegt, oftast er það bragðdaufat
afla- og veðurfréttir sem Gísli hefur spunnið upp, líklega eingöngu til uppfy^'
ingar í annál sínum.
Á sínum tíma var mér sýndur hluti umrædds ritverks í handriti og beðinn
um umsögn; eftir lauslega athugun ráðlagði ég höfundi ma. að fella niður allt
efni úr Setbergsannál. Höfundur kaus að þiggja ekki þetta ráð og mun megin'
ástæða sú að annálhnn „er hafður með í annálasafni Bókmenntafélagsins“, eins
og segir í aðfararorðum ( bls. 12). Ekki getur höfundur þess af hverju Jón
Jóhannesson tók uppspuna Gísla með í útgáfu Setbergsannáls á vegum Bók-
menntafélagsins, Jón tilgreinir ástæðurnar; önnur er sú að sumt af efninu getl
haft gildi á sviði þjóðsagna og á hann þá væntanlega við þjóðsagnafræði; hm
ástæðan er sú að sumt af efni Gísla hefur komist inn í merk fræðirit og vill J°n
með útgáfu sinni gera fræðimönnum ljóst hvaða efni þetta er svo að þeir getl
varað sig á því.
Höfundur íslenskra annála 1 tilgreinir jafnan heimildina við efni sem sótt er 1