Saga - 1984, Page 289
RITFREGNIR
287
Setbergsannál til þess að lesendur geti „lagt trúnað á frásögnina að eigin geð-
þótta“. Höfundur losnar engan veginn undan ábyrgð með þessum hætti því að
lesandi hlýtur að líta svo á að margt sé marktækt í frásögnum Gísla fyrst þeim
er gert svona hátt undir höfði. Lítið hjálpar þótt höfundur riti á einum stað að
frásagnir annálsins þyki „ekki sérlega traustar um árferði og aðra...at-
t>urði...“(bls. 175) eða skjóti hér og þar inn athugasemdum um að „upplýsing-
ar annálsins sé hvergi að finna annars staðar; þær eru einfaldlega „skröksögur"
°g „einskisverður þvættingur" svo að notað sé orðalagjóns Jóhannessonar og
ber að forðast í riti sem þessu.
Höfundur grípur oft til ungra sagna frá 17. öld og síðar um atburði á 15. öld,
rd- til þjóðsagna umjón Gerreksson og aðdragandann að drekkingu hans. Etv.
rrra segja að fróðlegt sé að bera saman þjóðsögurnar og það sem gerðist í raun
eða talið er réttast. Þetta reynir höfundur og gerir þó ekki upp á milli þjóðsagna
°g samtímaheimilda. Upp eru teknar ýmsar þjóðsögur um pláguna miklu
1402-04 (svarta dauða). Spyrja má hvernig við eigum að geta vitað að átt sé við
pláguna miklu en ekki pláguna síðari (1494-95). Að þessu atriði víkur Jón
Espólín í klausu sem tekin er frá honum (bls.29) en höfundur leiðir þetta hjá
ser. Engin nauðsyn er að nota þjóðsögur til skilnings á því að plágan fyrri hafi
verið skelfilegur atburður, þær bæta engu við vitnisburð Nýja annáls, heitbréfa
°g annarra samtímagagna.
Þjóðsögur í safnijóns Árnasonar segja mikla sögu um hugarheim íslendinga
a 18. og 19. öld, um vildardrauma, draugatrú oíl. og birta myndir úr þjóðlíf-
’nu. En þegar þær eiga að vitna um hugarfar, jafnvel „hjartslátt og andardrátt"
fólks á f.hl. 15. aldar hætti ég að fylgjast með.
Höfundur hefur tínt til fyrir vel flest árin eitthvert efni úr fornbréfasafni sem
telja megi samtímaefni og vill með þessu sýna málfar og hugarfar tímans. Hér
eru tínd til jarðaskiptabréf, vottorð og kvittanir sem ekki segja mikla sögu ein
°g sér. Virðist sem höfundur hafi átt í örðugleikum með að finna eitthvert efni
Slrm árin, einkum á bilinu 1434-39; hér er reynt að fleyta sér áfram á Setbergs-
annál, frásögnum um Eirík af Pommern og skjölum sem segja litla sögu. Við
árið 1439 eru aðeins tvær klausur, báðar úr Setbergsannál, önnur með stuðn-
tngi Biskupaannála frá um 1600 um Heklugos sem Sigurður Þórarinsson
finnur annars enga stoð (sbr. Heklueldar (1968) 55-57). Hér hefði mátt segja frá
fullhuganum Ólafi Nikulássyni sem var orðinn hirðstjóri þetta ár og sendi
nunn til skattheimtu á íslandi (íslenskt fombréfasafn IV, 586-87). Óneitanlega
saknar maður kunnra skjala og atburða, ss. afhendingar Reynisstaðarklausturs
1408 með samanburði við máldaga á 14. öld, úrskurðar um flutning á kon-
Ungsgóssi 1409 og kaupsetningar í Vestmannaeyjum [1420] og eins eigna-
skráar Guðmundar ríka frá 1446. Þegar alls er gætt er úr fremur litlu að moða
fil frásagnar sum árin. Aðferðin að segja söguna eins og gert er í Öldunum
kentar aðeins vel þegar velja má úr sæg heimilda. í Öldunum er einkum dvalist
v'fi stórviðburði stjórnmála, sótdr, slys, dómsmál eða kímilega og skrýtna