Saga - 1984, Síða 290
288
RITFREGNIR
atburði. Helstu málsatvik eru oftast kunn svo að texti verður jafnan skýr og
læsilegur. Aðferðin að skoða hvert ár fyrir sig hentar hins vegar illa fyrir fyrri
hluta 15. aldar sökum heimildafæðar.
í Öldunum er sagt frá að hætti dagblaða, vægi efnis er talið mismunandi sem
sjá má á misstórum fyrirsögnum. Notaðar eru undirfyrirsagnir og feitletruð
inngangsorð og rammar eru tíðir. f umræddri bók eru fyrirsagnir og uppsetn-
ing með heldur tilbrigðalitlum og þó einkum ómarkvissum hætti, etv. vegna
þess að fátæklegt efnið býður ekki upp á „fréttamat". Þó eru allmargar ramma-
klausur, mas. rastaðar, en tilviljun virðist ráða hvenær gripið er til þeirra.
Dæmi um ómarkvissa uppsetningu eru á bls. 52 og 54; í fyrra tilvikinu er ein-
dálka klausa um að Kelduland í Skagafirði hafi verið gefið „pláguárið" og er
undir fremur smárri fyrirsögn en í síðara tilvikinu (bls. 54) er vottorð um hið
sama nema hvað nú er fyrirsögnin tvídálka með stóru letri.
Bestu og læsilegustu hlutar bókarinnar eru samfellda málið, yfirlit yfir þa
atburði sem rekja má frá ári til árs, svo sem um pláguna fyrri (36-38), Græn-
landssiglingu 1406-10 (70-73) og um ævir kunnra manna, td. Jóns Gerreksson-
ar. Á hinn bóginn kann ég lítt að meta langar skýringargreinar sem skotið er
inn hér og þar, td. um sýslumenn, hirðstjóra, lögmenn, biskupsstólana og
klaustrin. Þetta virðist að mestu tekið upp úr íslandssögu í Alfræði Mennitigaf'
sjóðs og reynist allt of ýtarlegt, er nánast dauður fróðleikur. Td. skiptir litlu
máli eða engu að fá vitneskju um stofnár allra klaustra á íslandi (76-78). Hins
vegar hlýtur að vefjast fyrir mörgum hvernig skilja beri ýmis atriði sem fram
koma í þeim samtímaskjölum sem birt eru en allt slíkt er látið óskýrt. Dí®>
um þetta er á bls. 196-97, þar er í einu skjali: handabanda, collatio, frukta,
mortalia, portio, tólf álnir ófríðar eftir hvert hundrað, lögleiga, mörk, sverja
eineiði, item; allt er látið óskýrt.
Séu þau samtímaskjöl, sem birt eru, borin saman við fornbréfasafn kemur
margt misjafnt í ljós. Oft verða fyrir valinu skjöl sem aðeins eru varðveitt i
ungum afskriftum (bls.17,58,126,132,135,180 ov.). Hætt er við að sum þess-
ara skjala hafi breyst í uppskriftum og sýni illa málfar á fyrri hluta 15. aldar.
Auðvelt hefði átt að vera að velja einungis frumbréf. í tveimur tilvikum amk-
eru ártöl alveg óvís (bls. 17 og 135) en ekki er það tekið fram í umræddri bók-
Ekki gætir mikillar nákvæmni í meðferð bréfanna, fornar orðmyndir halda ser
sums staðar en annars staðar er breytt til nútímahorfs (kunnigt/kunnugt, setta/
setti). Hitt er verra að ósjaldan er mislesið og í nokkrum tilvikum hafa fallið ur
orð ogjafnvel málsgrein. Dæmi um þetta er á bls. 58, skjal frá 1410 sem aðeins
er varðveitt í afskrift frá 1687-89. Hér er rangt tekið upp og mislesið, „tye
verður „tvö“ en á að vera „tygi“ (hertygi), sbr. registur. Úr þessu bréfi hefuf
fallið niður heil málsgrein í Annálunum. Á bls. 126 er annað dæmi um sýnu
verri vinnubrögð; höfundur hefur átt bágt með að skilja bréf Eiríks konungs
frá 7. maí 1425 og hefur tekist hrapallega til með íslenskun þess, úr verður endi-
leysa.
Gott hefði höfundur haft af að þekkja rit Stefáns Karlssonar Islandske origM'