Saga - 1984, Page 292
290
RITFREGNIR
trúlega hafa verið komið fyrir kattarnefvið dönsku hirðina, líklega árið 1425
eða sem næst því (bls. 132-33). Hér fór forgörðum tækifæri til hressilegrar
framsetningar með stórum fyrirsögnum og þó auðvitað með varnöglum í
meginmáli eins og td. „eftir því sem best er vitað“.
Á bls. 200 er höfundur trúaður á þá djarflegu tilgátu Arnórs Sigurjónssonar
að Guðmundur ríki Arason hafi „látið sig hverfa“ á Englandi árið 1446 en á bls.
202 finnst honum þetta hins vegar ekki líklegt, setur fram aðrar, órökstuddar
tilgátur um að Guðmundur hafi farist í hafi og drepur öllu málinu á dreif.
Um teikningarnar held ég sé margt gott að segja. Þó finnst mér mjög mis-
ráðið að setja andlit samtímamanna okkar á kunnar persónur 15. aldar. Við
fslendingar höfum verið blessunarlega lausir við myndir af frægum söguper-
sónum fyrri alda skv. hugmyndum listamanna, en ýmsar fjölmennari þjóðir
hafa lengi stunið undan slíkum teikningum. Er mas. ritstjórnarstefna hinna
„alþýðlegu fræðitímarita" Skalk í Danmörku og History today á Englandi að
birta ekki myndir afímynduðu útliti frægra sögupersóna, menn hafa fengið sig
fullsadda af þvílíku.
í formála segir höfundur, Anders Hansen, ma.: „Helgi Þorláksson sagn-
fræðingur og kennari minn við Háskóla íslands las einnig hluta handrits og eru
honum færðar þakkir fyrir velviljaðar ábendingar. “ Ábendingar mínar tengd-
ust einkum Setbergsannál og þjóðsögum, ef ég man rétt, en hefur lítt verið
sinnt, sýnist mér. Ég sé mig knúinn til að taka fram að Anders Hansen sótti
aðeins fáa tíma hjá mér í námskeiðinu íslands- og Norðurlandasaga I (870-
1550), kom í fimm skipti skv. viðvistarskrám og lauk hvorki prófi né skilaði
ritgerð. Ég vænti þess að honum gangi miklu betur í framhaldi verksins.
Helgi Þorláksson
PRESTASTEFNUDÓMAR OG BRÉFABÓK GÍSLA
BISKUPS ÞORLÁKSSONAR. Bjarni Vilhjálmsson ogjúníus
Kristinsson sáu um útgáfuna. (Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns
II.) Rvík 1983. LV 560 bls.
Þessi bók er annað bindi í ritröðinni Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns, hin fyrri var
Bréfabók Þorláks biskups Skúlasotiar, er út kom árið 1979. Þetta bindi er eins og
hið fyrra kostað að mestu leyti afdánargjöfjórunnarjónsdóttur, er hún gaftil
minningar um son sinn, Ingvar Stefánsson skjalavörð, og er verðugt að minn-
ast þess, hversu góð gjöf kemur að gagni til þess að halda á lofti vitneskju uffl
líf og starf á liðnum öldum.
Prestastefnudómar og Bréfabók Gísla biskups Þorlákssonar eru tvær embættis-
bækur varðveittar í frumriti, hin fyrri heil, en sú síðarnefnda að einhverju leyti