Saga - 1984, Blaðsíða 293
RITFREGNIR
291
skert. Vitanlega er texti bréfabókar, þótt í frumriti sé, ekkijafngildi frumbréfa,
en bækurnar geyma efni hinna upprunalegu bréfa eins og næst því verður
komizt. Það er því mikill fengur að útkomu þessarar bókar úr tíð Gísla
biskups.og mega margir við hana gleðjast. Þetta bindi er að frágangi með sama
móti og hið fyrra, en prentað er á annan og betri pappír, þann er gljáir vel, og
njóta þær myndir góðs af sem bókinni fylgja.
Bjarni Vilhjálmsson ritar formálsorð þar sem hann gerir grein fyrir þessari
utgáfu og einnig ritar hann minningarorð um Júníus Kristinsson skjalavörð
sem lézt í upphafi árs 1983. Júníus skrifar greinargóðan inngang um ævi Gísla
biskups og rekur þar einkum atriði í embættisferli hans sem ekki koma fram
eða eru bláþráðótt í embættisbókunum, það er um bókaútgáfu á Hólum í tíð
Gísla biskups og málaþrætur biskups og Jóns Eggertssonar, klausturhaldara á
Möðruvöllum. Á eftir gagnjegri skrá yfir röð og efni dóma og bréfa er prentað
latneskt kjörbréf Gísla biskups ásamt íslenzkri þýðingu Ragnheiðar Torfa-
dóttur menntaskólakennara. Á eftir því hefst Prestastefnubókin, í henni eru
prestastefnudómar frá tímabilinu 1658-83, 65 tölusett bréf; þá kemur Bréfa-
bókin, í henni eru 538 tölusett bréf frá tímabilinu 1666-76. Að lokum er vandað
tegistur sem Bjarni Vilhjálmsson hefur gert, er að því ómetanlegt liðsinni not-
endum slíkrar bókar. í bókinni eru tíu myndir sem á sinn hátt geyma þann
liðna tíma sem bókin lýsir.
Sýnilegt er af þessu yfirliti að bókin er efnismikil og þeim sem les reynist hún
vönduð að allri gerð. Prentvillur eru ekki auðsæjar, uppsetning bréfa og
prentun er til fyrirmyndar og frágangur allur útgefendum og prentsmiðju til
soma. Hefur þó hver sínar aðfinnslur.
í inngangi bls. XXV-XXVI þar sem handritum Prestastefnu- og Bréfabókar
er lýst er ekki minnzt orði á rithendur á Prestastefnubókinni, en sagt að á Bréfa-
bókinni séu margar hendur og að seinni hlutinn sé að mestu með hendi Árna
Geirssonar sem var ritari biskups um 1670-77 en varð síðar alþingisskrifari. Þá
er þess getið að flestir dómarnir og nokkur bréfanna á Bréfabókinni séu með
eiginhandarundirskriftum dómenda, álitsmanna og/eða annarra sem hlut áttu
að málum, en í prentun eru eiginhandarundirskriftirnar hvergi auðkenndar,
d. neðanmáls, frá öðrum undirskriftum. Það hefði auðveldað leitir þeim sem
bjástra við að finna skrifara 17. aldar handrita ef þetta hefði komið fram svo og
ef fylgt hefði einhver lýsing á hinum ýmsu rithöndum bókanna og vitneskja
um hvort einhverjar þeirra séu þekkjanlegar á öðrum samtíða handritum. Þá
hefði verið æskilegt að halda þeirri skipan sem höfð var í Bréfabók Þorláks bisk-
ups Skúlasonar að prenta utanmáls blaðtölur handrits, það er góð regla við
lextaútgáfu sem þessa og gæti t.d. létt leit að eiginhandarundirskriftum.
Betur hefði farið á að aðskilja greinilegar en gert er útdrætti prestastefnu-
gerðanna frá hinum eiginlega texta hverrar gerðar, smærra letur hefði trúlega
Sert þennan greinarmun skýrari heldur en ntinnkað línubil.
Eins og áður sagði fylgir bókinni vandlega gert registur og eru þar ýmsar
haldgóðar upplýsingar um ættir og búsetu annars óþekkts fólks sem höfundur