Saga - 1984, Síða 294
292
RITFREGNIR
registurs hefur tínt saman úr öðrum áttum; sem dæmi má nefna Ólafjónsson
á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði og Guðrúnu Lékadóttur yngri en í registri er
vísað í önnur rit þar sem þeirra er getið. Með slíku registri sem unnið er afelju
og vandvirkni er þessi bók gullnáma fyrir þá sem setja saman ættir sínar og
annarra því hér er minnzt á fólk sem hvergi annars staðar er nefnt í rituðum
heimildum (t.d. Guðmund Halldórsson, djákna á Munkaþverá) og má af
ýmsum lögbrotum fólks ráða sifjatengsl og blóðblöndun. Registursgerð sem
þessi er ekki auðunnið verk og má oftast nær finna á henni einhverja hnökra.
Þannig má rekast á smámuni; í registur vantar nöfnin Ásgrímur Bessason 1
Dalabæ í Úlfsdölum (bls. 435), Brynjólfur Eyjólfsson (bls. 299), Kambsmýrar
í Fnjóskadal (bls. 363) og atriðisorðið sel á einum stað (bls. 51). Val atriðisorða
í skrá sem þessa er ávallt álitamál. Hér virðist flestu til skila haldið sem máh
skiptir, þó má amast við því að orðið legkaup er ekki að finna á skránni þótt þar
séu atriðisorðin líksöngseyrir og ljóstollur, en þetta þrennt eru skyldir skattar
og koma allir fyrir í bókinni.
Á fundum sagnfræðinga undanfarin ár hefur orðið vart tvenns konar sjónar-
miða um meðferð heimildatexta frá síðari öldum, þ.e.a.s. eftir að heimilda-
textum Qölgar verulega með auknu skrifræði upp úr siðaskiptum. Annars
vegar er það sjónarmið uppi að leggja í þann kostnað að prenta sem mest af
þessum textum, stafrétt eftir handritum, en hins vegar sú skoðun að láta þa
fjármuni sem til slíkrar starfsemi eru ætlaðir renna til rannsókna eða ítarlegrar
úrvinnslu á ákveðnum atriðum þar sem þessar heimildir eru lagðar til grund-
vallar. Eiga þá þvílíkar rannsóknir að skýra einstaka þætti þjóðarsögunnar, t.d.
hag-, kvenna-, vinnuhjúa-, barnasögu o.s.frv. Síðarnefnda sjónarmiðið styðst
við vonir manna um þann létti sem fræðaiðkunum muni veitast af hvers konar
tölvubúnaði í framtíðinni, þannig að heimildatextar setjist inn á tölvudiska og
geymist þar, en fyrir almenningssjónir komi tæpast annað prentað en það sern
fræðimenn lesa úr heimildum. Það er staðföst trú undirritaðrar að heimilda-
textinn sjálfur eigi óhagganlegan rétt á sér á prentaðri bók. Hann mun ævinleg2
vera samur og jafn sé hann trúverðuglega útgefmn eftir frumtexta eða þeim
handritum sem næst honum standa, en hver kynslóð sem á hann lítur, prent-
aðan eða óprentaðan, mun bregða yfir hann ljósi síns tíma og lesa það afhonum
sem henni er hugstæðast að lesa.
Bjarni Vilhjálmsson segir í formálsorðum sínum (bls. VIIl-IX) að Presta-
stefnu- og Bréfabókin bregði ljósi yfir íslenzkt þjóðlífá 17. öld. En hver er su
mynd sem þessi bók skilar síðustu áratugum 20. aldar? Aðalefni dóma og bréfa
í bókinni lýtur að því hvernig biskup og prestar hans fylgdu eftir fyrirmslunl
í kirkjuordinansíu Kristjáns III og skýrir þetta efni því hvernig lútherskur rett
trúnaður var í framkvæmd hér á landi á 17. öld. Annað meginefni fjölmargra
bréfa varðar fjárstjórn biskups, forsjá hans um byggingu jarða Hólastóls, eI1
eins og kunnugt er áttu biskupsstólarnir um siðaskipti mikil auðæfi í jörðum-
Af bréfa- og dómabókum sem þessum.ásamt kirkjulegum og veraldlegUI11
rétti, má hæglega gera yfirlit um lög, reglur og framkvæmd dóma, en færra