Saga - 1984, Side 295
RITFREGNIR
293
verður vitað um hvernig þeir brugðust við sem þessum lögum og dómum áttu
að lúta - hvað lögðu þeir fram sér til málsbóta sem á einhvern hátt risu gegn
yfirvöldum sínum, lögum þeirra, trúarsetningum, skattheimtu og refsivendi?
Um þetta verður sjaldnast vitað annað en að hinir brotlegu þoldu refsingu og
hlutu aflausn „með sannri auðmýkt og alvarlegu hjartans iðranar angri í Guðs
°tta“, eins og segir í Prestastefnubókinni (bls. 106). Með því að temja fólkið
við auðmýkt og undirgefni gagnvart kristnu hugarþeli og valdboðum var því
haldið að trú og verki í þágu landsstjórnarmanna, en á víð og dreifí þessari bók
sjást merki um þráa fólks sem ekki lét að stjórn lögboðinna kennisetninga.
Þeir sem urðu sekir um barneignabrot þrjóskuðust stundum við að taka
opinbera aflausn og að láta frillur sínar frá sér fara, sumir töluðu illmæli og
°guðleg orð við sóknarprest sinn, aðrir höfðu uppi óróa, agg og deilur meðan
prestur hafði uppi embættisgjörð í kirkju og ollu með því hneykslan safnaðar-
ins. Enn aðrir tregðuðust við að gjalda legkaup og ljóstoll til sóknarkirkju
sinnar. Fyrir þessi og þvílík opinber brot þráaðist fólk við að taka opinbera
aflausn eftir ordinansíunnar hljóðan þar sem segir að allir þeir sem með opin-
berum glæp hafi opinberlega hneykslað heilaga kirkju skuli gera opinbera
iðran og ef þeir beiðast þess af alvöru og hjarta að verða afleystir mega þeir fá
opinbera aflausn og vera í sátt við heilaga kirkju (sjá t.d. bls. 24, 55, 99, 105,
108, 165, 197, 277, 442 og íslensklfornbréfasafn X, bls. 141). Biskupi bar að sjá
fil þess að í prestsembætti væru þeir einir sem prédikuðu guðsorð hreint og
hlárt og væru í hegðan sinni og breytni sóknarbörnum sínum til fyrirmyndar.
Presturinn skyldi vera spegill annarra í guðrækni, friðsemi og skírlífi og gera
það eitt sem hann kynni að vera forsvaranlegur fyrir á dómsdegi. Á móti
skyldu sóknarbörnin sýna presti sínum alla hlýðni og auðsveipni og gjalda til-
skilinn skatt til kirkjunnar. Með fyrirskipun um að sóknarpresturinn sýndi
fordæmi í kristilegum lifnaði og sóknarbörnin breyttu eftir því í sínu framferði
var ætlazt til þess að landsmenn lifðu í friði og sátt hver við annan, ræktu
skyldur sínar við yfirvöld með starfi sínu og létu ekki undan mannlegum
breyskleika, en ástunduðu það líferni sem trúarsetningar viðurkenndu rétt og
Sott. Og það er vert umhugsunar að flest þau söguleg tíðindi sem mest er skráð
llrri frá seinni öldum lúta að því hvernig fólk vildi ekki eða því mistókst að
halda þessi boð í sínu daglega framferði og hlítti ekki því sem yfirvöld töldu
því fyrir beztu. Þegar bréf og dómar sem bók afþessu tagi hefur að geyma eru
losin af gaumgæfni er hægðarleikur nútíðarmanni að réttlæta athafnir brota-
juanna, skilja uppreisn þeirra og vanmegni til þess að bera klafa sinn möglunar-
laust.
Eins og áður sagði varða mjög mörg bréfanna fjárstjórn biskupsdæmisins,
vn í veitingarbréfi biskups er hann skyldaður til þess að halda eignum dóm-
'rkjunnar undir hana og sjá til þess að þær réni ekki. f þeim byggingarbréfum
Jarða sem bókin geýmir eru landsetum lagðar skyldur á herðar; landseti skal
Vera skilvís, hýsa og rækta jörðina, bæta hana að húsum og velli, sjá til þess að
^Sgingar níðist ekki niður, vcrja engjar og bithaga ágangi og halda undir