Saga - 1984, Page 300
298
RITFREGNIR
hafa verið gagnrýndar í Sögu. (Ég vil árétta að ég hefi naer eingöngu fjallað um
fyrri hluta bókarinnar og lokaniðurstaða mín á við hann.) Höfundar ritfregna
hafa um of litið á hvern fróðleik sé að finna í bókunum og t.d ekki gert kröfur
til þess að í þeim séu verkefni afeinhverju tagi. Með framförum og nýjum við-
horfum í námsgagnagerð fyrir grunnskóla þarf líka að auka kröfur til annarra
námsbóka. Ekki hefi ég notað þessa bók við kennslu en af samtölum mínum
við kennara sem það hafa reynt ræð ég að engum sé greiði gerður með því að
ræða þessa bók af hálfvelgju og slá úr og í um hana. Hún á ekkert erindi inn 1
skólana.
Ingólfur Á.Jóhannesson
Guðlaugur Jónsson. BIFREIÐIR Á ÍSLANDI 1904-1930. Tvö
bindi. Guðni Kolbeinsson bjó til prentunar. Bflgreinasamband-
ið. Rvík 1983. 302 og 292 bls.
Því hefur verið haldið fram, að afsamgönguháttum þjóða megi ráða, við hvers
konar atvinnuhætti og menningarástand þær búi. Vissulega er mikið til í þessu.
Fram undir lok síðustu aldar voru hestar einu farartæki íslendinga, vegir voru
nær engir gerðir af manna höndum og vatnsföll óbrúuð. Staðhættir réðu, hvar
leiðir lágu, en þær voru víðast hlykkjóttir troðningar og lestargötur. Yfir
vatnsmiklar ár varð að sundríða eða nota ferjur. Þessar frumstæðu samgöngur
voru þannig í samræmi við einhæfni atvinnuveganna, búsetuhætti og menn-
ingu íslendinga. Á ofanverðri síðustu öld, er raknaði úr fyrir þeim, vaknaði
mikill áhugi á samgöngubótum á sjó og landi. Hestakerrur komu til sögunnar
og breiddust ört um sveitir landsins, enda þóttu þær mikil framför frá klyfja"
flutningunum. Eftir að Aiþingi fékk fjárveitingarvald 1874, var farið að veita
fé til verklegra framkvæmda, lengi framan af ckki hárri upphæð, en mestu af
því fé var varið til samgöngubóta. í vegalögunum 1894 var það nýmæli tekið
upp að leggja skyldi akfærar flutningabrautir um þéttbyggðustu héruð
landsins, og þar með var farið að greiða hestvögnum götuna. Þótt þeir gerðu
alla flutninga mun hagkvæmari og auðveldari en áður, beindust sjónir manna
að vélknúnum farartækjum, eimreiðum og síðar bifreiðum.
Ferðalög voru einatt tafsöm. Árni Þórarinsson prófastur lýsir einu slíku i
ævisögu sinni: „Ég hafði fengið veitingu fyrir Miklholtsprestakalli [1886]-
Eftir fáa daga átti ég að flytjast úr höfuðstaðnum frá ættingjum og vinum,
hverfa fyrir fullt og allt langt í burtu til ókunnugs fólks í óþekktu héraði. í þá
daga voru allar vegalengdir meiri og allar slóðir uggvænlegri en á bifreiðaöld
vorra tíma, og allt fólk, sem ekki átti heima á næstu grösum, var fjarlægt og
framandi." (/ sálarháska, bls 330.) Hér er engu líkara en séra Árni sé að halda