Saga - 1984, Side 301
RITFREGNIR
299
langt út í heim á fjarlægar slóðir, og er ferðinni þó aðeins heitið vestur í
Hnappadalssýslu, sem sést til með berum augum frá höfuðstaðnum. Og
hvernig gekk honum ferðin? Hann kýs að fara skjótustu leiðina, sem tekur sól-
arhring, ef allt gengur skaplega, fyrst með skipi vestur í Stykkishólm og síðan
landleiðina suður um Kerlingarskarð. Þegar Thyra er komin vestur á Svið
8erir „afspyrnu-norðanrok", svo að snúið er aftur til Reykjavíkur. Aftur er
haldið af stað, en sjór er svo úfinn, er siglt er inn Breiðafjörð, að skipstjórinn
afræður að renna vestur að Látrabjargi og inn á Patreksfjörð, og er lagst þar.
Þaðan er haldið til Dýrafjarðar og ísaljarðar, en að því búnu er siglt suður aftur
fneð viðkomu á Önundarfirði og Patreksfirði og komið til Stykkishólms viku
effir að lagt var upp frá Reykjavík. Þá átti prestur eftir að koma sér suður yfir
Snæfellsnesfjallgarð. Þannig gat teygst úr ferðalögum, og þótti ekki tiltöku-
mál, en ferðalag séra Árna var þó í lengsta lagi.
Á næsta leiti var nýtt samgöngutæki, bílarnir, sem átti eftir að valda gerbylt-
!ngu í samgöngum hér á landi. Nú aka menn á 3-4 klukkustundum við þægindi
vestur í Hnappadalssýslu. Eitt af sóknarbörnum séra Árna Þórarinssonar,
Guðlaugur Jónsson, fæddur 1895 að Ölviskrossi f Kolbeinsstaðahreppi, lifði
þessi mikiu umskipti í samgöngum vorum. Frá hans hendi er komið út mikið
nt um upphaf bílaaldar á íslandi, 1904-1930, og á það sér langan aðdraganda,
en ekki auðnaðist honum að líta verk sitt í heild á bók, því að hann andaðist
1981. Hann skýrir frá því í eftirmála, hvað bar til, að hann réðst í þessa sögurit-
Un: „Ef einhvern skyldi fýsa að vita hvers vegna ég valdi mér landnámssögu
hílanna að viðfangsefni þá er því til að svara að ástæðan til þess var samundin
Ur nokkrum þáttum. Ég ólst upp til fullorðinsaldurs við alla meginókosti og
etfiðleika gömlu samgönguháttanna, en fluttist svo skyndilega í annað
umhverfi þar sem bílar höfðu þá verið teknir í notkun. Þetta sýndi mér í einu
vetfangi og í nýju ljósi við hvílík skilyrði menn höfðu lifað í landinu, varðandi
samgöngur á landi, allt frá að landið byggðist, og hverra umbóta var völ þar
sem bflarnir voru. Þarf ekki að útskýra fyrir neinum þeim sem reynt hefur
þann reginmun sem verður á útkomunni við samanburð á þessu tvennu. Eftir
þetta hafði ég bíla ávallt fyrir augum og þreifaði að staðaldri á þeirri gagnsemi
er af þeim mátti hafa, að því viðbættu að skráning bfla og eftirlit með þeim að
hndsins lögum féll ekki óverulega í minn hlut.“(II. 254-255.)
Ritið Bifreiðirá íslandi 1904-1930 er mikið að vöxtum, naumar 600 blaðsíður
1 tveim bindum. í fyrra bindinu segir meðal annars frá fyrstu tilraununum með
n°tkun bíla hér á landi, stofnun bifreiðastöðva í Rcykjavík, upphafi áætlunar-
Hfða, landnámi bíla í sýslum og kaupstöðum og frumherjum bifreiðaferða. í
s'ðara bindi er einkum Qallað um bifreiðir á þriðja áratugnum, meðal annars
Urn stofnun og rekstur bifreiðastöðva í Reykjavík, bflferðir um nýjar leiðir,
'agðar og ótroðnar, og notkun bíla til margvíslegra hluta. Hvað hið síðast-
nefnda snertir, getur höfundur um flutninga á búvörum bænda (I. 226-227, II.
203-207), en þá sögu hefði þurft að rekja langtum ítarlegar, þar sem þessir
Hutningar urðu til þess að gerbreyta samskiptum sveita og bæja. Höfundur