Saga - 1984, Side 302
300
RITFREGNIR
fellir sögu sína af 1930, en um það leyti telur hann, að landnámssögu bílanna
sé lokið. Þá voru þeir komnir .,í öll aðalhéruð landsins og orðnir að óbifanlegri
undirstöðu í samgöngum og flutningum landsmanna." (II. 256) Árið 1930 var
bílaeign Islendinga orðin 584 fólksbílar og 850 vörubflar.
Árið 1913, er Vesturíslendingar fluttu hingað tvo fólksbfla, var upphaf bif-
reiðaaldar á íslandi, en frá þeim tíma hafa ár hvert verið fluttar inn bifreiðir að
árinu 1917 einu undanskildu. Fyrri tilraunir með notkun bfla, Thomsensbíbnn
1904 og Grundarbflinn 1907-1908, gáfust illa, en betur tókst til 1913 og 1914,
þótt margt bjátaði á. Þá vaknaði áhugi á þessu samgöngutæki, sem birtist íþvi,
að á næstu árum ræðst umtalsverður hópur manna í það að kaupa bifreiðir og
afla sér ökuréttinda. Fyrst í stað ollu bifreiðirnar litlum umskiptum, surmr
skoðuðu þær sem skemmtitæki, en ekki liðu mörg ár, uns mönnum vitraðist
undur þeirra og nytsemd.
Það var ekki í lítið ráðist að fá bfla hingað til lands og starfrækja þá á fyrsta
og öðrum áratugnum, eins og allar aðstæður voru þá. Kerruvegirnir voru
þröngir og bugðóttir og víða illa farnir eftir hesta og vagna, svo að bíiarnir
reyndust bilunargjarnir í meira lagi. Skortur var á varahlutum og á stríðsár-
unum á eldsneyti, og viðgerðarmenn voru ekki á hverju strái. Strax sumarið
1913 ók Sveinn Oddsson alla leið austur að Eystri-Rangá, en aðalumferðaleiðir
bílanna mörg fyrstu árin voru suður í Keflavík og austur í Rangárvallasýslu.
Sumarið eftir ók Sveinn frá Reykjavík austur að Þjórsártúni með viðkomu a
Eyrarbakka og heim aftur á einum degi, svo skjótur var sjálfrenningurinn i
förum, en svo vildu sumir kalla þetta nýja farartæki. í för með Sveini var þing'
mannanefnd, sem vildi kynna sér farartækið og hvernig umferð væri háttað.
Samdi hún eftirtektarverða skýrslu um umferðina á austurvegi, og þar kemur
meðai annars fram, að klyfjaflutningar eru þar nær aflagðir. (I. 120-125.) Starf
bílstjóranna var ekki ævinlega auðvelt, eins og allt var í pottinn búið, en þen
létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og fengu orð fyrir dugnað, lagni og snar-
ræði. Ofan á torleiðið og amstrið af þeim sökum bættist svo það, að framan af
árum sátu ökumenn svotil skjóllausir við stýrið og berskjaldaðir fyrir veðri og
vindum. Má nærri geta að stundum hefur verið kalsamt. En bílstjórastarfið
naut virðingar, og menn litu upp til ökuþóranna. íslenskir drengir eignuðust
nú þann háleita draum að gerast bflstjórar, þegar þeir næðu fullorðinsaldri.
Höfundur minnist á mótstöðumenn bifreiða, alþingismenn, sem töldu bif-
reiðir ekki hcppilegar við íslcnskar aðstæður eða þær væru engin framtíðarfar-
artæki, og bændur, sem var í nöp við þær, af því að þær skemmdu vegi og
fældu hesta. Þessi gagnrýni hefur ekki verið með öllu ástæðuiaus, en virðist
ekki hafa skipt neinu fyrir notkun bíla hérlendis. Þeir fengu yfirleitt góðar við-
tökur, því að menn áttuðu sig fljótlega á gagnsemi þeirra. Þannig veitti Alþiug1
styrk til tilrauna með bifreiðir, Thomsen kaupmanni 1904, Garðari Gíslasym
kaupmanni 1909, sem hann hóf ekki, og Sveini Oddssyni 1914 nrcð fyrstu
vörubifreiðina. Það verður ekki annað sagt en Alþingi hafi lagt hinu nýja farar-
tæki lið, og eins var það með ýmsa ráðamenn. Sveinn Oddsson fer lofsam-