Saga - 1984, Qupperneq 303
RITFREGNIR
301
lcgum orðum um tilhliðrunarsemi sveitamanna á vegum og hjálpsemi, er til
þeirra var leitað. (I. 66-67.)
Því hefur stundum verið haldið á lofti, að íslendingar hafi verið tómlátir,
'haldssamir og jafnvel fjandsamlegir verklegum nýjungum og tækni. Þessi
skoðun virðist mér eiga litla stoð, þótt þeir hafi ekki alltaf verið fljótir til, en
það hefur átt sér margar eðlilegar orsakir. Strax og þeir höfðu aðstöðu og getu
til, tóku þeir að hagnýta sér nýjungarnar. Símamálið hefur verið notað sem
sigilt dæmi um andstöðu íslendinga við tækninýjungar, en grannt skoðað
sannar það hið gagnstæða. Deilan stóð um það, hvora tækniaðferðina skyldi
nota til fjarskipta, síma eða loftskeyti.
íslensku vegirnir voru upphaflega gerðir fyrir hestakerrur og voru veik-
gerðir sem slíkir, því að kostnaðarsamt var að leggja vandaða vegi og halda
þeim við, ekki síst vegna veðráttu. Ein ástæðan til þess að vegir voru ekki eins
vandaðir og skyldi, var sú stefna, sem fylgt var fram yfir miðja þessa öld, en
hún var sú að dreifa vegafénu í mjög marga staði til þess að koma sem flestum
héruðum og sveitum í akvegasamband. Eins og höfundur drepur á, varð fjölg-
un bfla og vaxandi umferð þeirra til þess að ýta undir vega- og brúafram-
kvæmdir á þriðja áratugnum. Vegir voru endurbættir og lagðir með það fyrir
augum, að þeir væru bflfærir. Ennfremur klöngruðust og ruddust bflarnir um
otroðnar slóðir, sem fljótlega var farið að ryðja og lagfæra. Þannig urðu bif-
reiðirnar til þess að lengja vegakerfið enn meira en ella. Árið 1928 er engu líkara
en sumum bflstjórum hafi hlaupið kapp í kinn að sigrast á torfærum. Þeir fara
yfir Vatnsskarð til Sauðárkróks, frá Borgarnesi yfir Öxnadalsheiði til Akur-
eyrar, að Gullfossi, yfir Kaldadal, um Kerlingarskarð, að Borðeyri og yfir
Fróðárheiði og Vaðlaheiði.
Á þriðja áratugnum gerbreyttust samgönguhættir hér á landi. Með brúar-
lögunum 1919 var yfirvöldum veitt heimild til þess að smíða 69 brýr tíu metra
°g lengri yfir tiltekin vatnsföll. Árið 1930 var lokið smíði 55 brúa af 69 á flutn-
'ngabrautum og þjóðvegum, auk tuga brúa á sýsluvegum og hreppavegum og
fjölda smábrúa styttri en tíu metra. Með vegalögunum 1924 var vegagerð
alfarið miðuð við bifreiðaumferð, og horfið var frá járnbrautarlagningu á
Suðurlandi, sem talin hafði verið hagkvæmasta samgöngubótin. Næstu ár
voru veittar ríflegar fjárhæðir til vega- og brúargerðar. Árið 1930 höfðu íslend-
'ngar unnið stórvirki í samgöngumálum á skömmum tíma, þannig að ferðir
unt landið voru með allt öðrum og auðveldari hætti en fyrrum. Ekkert vega-
hort fylgir riti Guðlaugs, en lesendum hefði verið gerður góður greiði með
shku korti, t.a .m. frá 1930, þar sem akvegir væru sýndir, svo og ótroðnar
slóðir, sem bílar höfðu brotist yfir, ásamt ársetningu.
Saga bílanna er mikið og þarft verk, unnið afalúð og vandvirkni. Guðlaugur
Jónsson hafði líka alla burði til þess að leysa þetta verk af hendi með prýði.
Hann unni sögulegum fróðleik og sinnti fræðistörfum, og starf hans hjá lög-
reglunni við skrásetningu var honum góður skóli í nákvæmum vinnu-
hfögðum. Þeir, sem kynntust honum, vita, að hann var enginn vöðull, heldur