Saga - 1984, Blaðsíða 304
302
RITFREGNIR
gerhugull, glöggur og gætinn. f bílasögu sína hefur hann leitað víða fanga,
bæði í prentaðar og óprentaðar heimildir. Mestur fengur er í upplýsingum
þeim, sem hann hefur aflað munnlega og skriflega frá fjölmörgum brautryðj-
endum bílaaldar, og bjargað þannig ýmsum fróðleik frá glötun. Hann nafn-
greinir eina 16 menn, sem sendu honum skriflegar upplýsingar (II. 257-258),
og eru þær býsna fróðlegar. Þar vil ég einkum nefna frásagnir Sveins Odds-
sonar um tilraunaakstur sinn (I. 63-73 o.v.), Andrésar Eyjólfssonar bónda í
Síðumúla um fyrstu bílferðina frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði til Blöndu-
óss og heim aftur 1927 (I. 242-249), Magnúsar Jónassonar, fyrsta bflstjórans í
Borgarfirði, (I. 251-267) og Jóns Þorbjörnssonar um fyrstu bílferðina fyr'r
Hvalfjörð 1930 (II. 118-122).
Fáeinar aðfinnslur, ekki stórvægilegar. f fyrsta lagi er það niðurskipun efnis.
Allir, sem fást við ritstörf, vita, að það er meiri vandi en margur hyggur að
skipa efni niður, svo að vel fari, enda tíðum álitamál. Ég hefði kosið að f*ra
samkynja efni saman í bálka, sem sagt er frá í báðum bindum. Svo að dæmi se
tekið er greint frá fyrstu bílferðinni norður yfir Holtavörðuheiði 1927 í fyrra
bindi, en yfir Öxnadalsheiði 1928 í síðara bindi. Eins er það með stofnun og
rekstur bifreiðastöðva og notkun bifreiða til ýmissa hluta. í þriðja lagi rekur
höfundur landnámssögu bílanna í sýslum og nokkrum kaupstöðum og kaup-
túnum, en ekki er sú saga tæmandi. Forvitnilegt væri að vita, hvenær farið var
að nota bíla á ýmsum þéttbýlisstöðum, t.d. á Bíldudal, Siglufirði og Norð-
firði. í fjórða lagi er stundum vitnað í blöð eða Reykjavíkurblöð án þess að
greint sé frá heiti þeirra.
Bifreiðir á íslandi 1904-1930 er vandað að öllum frágangi, og er sýnilegt, að
útgefandi hefur ekkert til sparað til þess að gera það sem veglegast úr garði-
Ritið er mikilsvert framlag til sögu samgöngubyltingarinnar á íslandi, en
margir þættir hennar eru enn óskráðir. Það er mál til komið, að skráð verði
saga vegagerðar á íslandi og rannsökuð áhrif vegalagningar og bifreiða-
notkunar á efnahagsþróunina og félagsleg og menningarleg samskipti íslend-
inga. ísland varð fyrst þjóðríki á þessari öld, ein samgróin heild, en nútímas-
amgöngur voru eitt helsta skilyrðið fyrir því. Nú dettur engum í hug, að þeir
fari uggvænlegar slóðir eða rekist á fjarlægt og framandi fólk, þótt þeir bregði
sér úr einu héraði í annað eins og á dögum séra Árna Þórarinssonar og upP'
vaxtarárum Guðlaugs Jónssonar.
Jón Guðnason