Saga - 1984, Síða 305
RITFREGNIR
303
Páll Líndal: INGÓLFUR Á HELLU. Umhverfi og ævistarf.
Fjölnir. Rvík. I. bindi 1982, 288 bls. -og myndablöð; II. bindi
1983, 320 bls. - og myndablöð; nafnaskrá.
Ingólfur Jónsson var í þriðjung aldar einn atkvæðamesti maður Sjálfstæðis-
flokksins. Enginn núlifandi flokksfélaga hans hefur verið lengur í áhrifastöðu.
Frásögn af ævi hans og umhverfi hlýtur því að verða merk heimild í stjórn-
niálasögunni. Þannig var að ritverkinu staðið, að Ingólfur segir sjálfur frá, Páll
kynnir sögu mála og aðdraganda, en nokkrir samferðamenn Ingólfs lýsa
kynnum sínum af honum.
Uppruna Ingólfs og þroska eru gerð rækileg skil og ýmsum málum í Rang-
arvallasýslu, ekki sízt Kaupfélaginu Þór á Hellu, sem Ingólfur stjórnaði frá
npphafí, fyrst sem kaupfélagsstjóri, en sem stjórnarmaður, þegar störf á
alþingi og í ríkisstjórn voru orðin aðalviðfangsefni hans.
I fyrra bindi eru rakin stjórnmál frá því um 1920 og fram til 1959. Segir þar
flá efnahagsmálum einstakra ríkisstjórna, stjórnarmyndunum og sérstökum
'tiálum Ingólfs, þegar hann var ráðherra í fyrsta sinn, í stjórn Ólafs Thors 1953-
56, og fór með viðskiptamál og iðnaðarmál. Þar má og kynnast því, hvernig
bamdur skipuðu sér í stjórnmálaflokka á fjórða áratugnum, hvernig þeir komu
skipulagi á afurðasölu sína, en verðlagning landbúnaðarafurða var sett í kjara-
nefnd.
Allfyrirferðarmikill kafli er um breytingu kjördæmaskipunarinnar 1959, en
stuðningsmenn Ingólfs á Suðurlandi féllust nauðugir á hana. Athyglisverð
flásögn er af forsetakjöri 1944 og 1952. Loks er í bókinni ættartala Ingólfs í
samantekt Jóns Gíslasonar.
f síðara bindinu er kjördæmabreytingin 1959 aftur rædd í inngangi, en síðan
Segir almennt frá nýskipan efnahagsmála við stjórnarskiptin 1959 og landbún-
aðarmálum sérstaklega. Einstakir málaflokkar Ingólfs sem ráðherra landbún-
aðarmála og samgöngumála 1959-71 hljóta sína bókarkafla. í bókarlok segir
n°kkuð frá, hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins hefur verið endurnýjuð síðan
1970 og hvað þar kom til greina, m.a. forysta Ingólfs.
Píll Líndal er öðrum bctur að sér um sveitarstjórnarmál þessa tímabils, en
Uni þau er þó ekki fjallað. Sakna ég þess, þar sem merkileg breyting varð á
Þeirn málum undir forystu Gunnars Thoroddsens fjármálaráðherra, þegar
réttur sveitarfélaga til að meta efni manna og ástæður við niðurjöfnun útsvara
Var af þeim tekinn. Merkileg var einnig misheppnuð tilraun stjórnvalda til að
k°ma á nýrri skiptingu landsins í sveitarfélög og hlýtur að hafa verið fjallað um
1 rikisstjórninni, en víst er að ýmsir málsmetandi stuðningsmenn Ingólfs á
Suðurlandi létu sig þessi mál miklu varða. - Hins vegar fá landhelgismálin frá
uPphafi sérstakan kafla, þótt Ingólfur hafi ekki haft þar forgöngu né sérstök
aflkipti.
Um landbúnaðarmál er það merkast að fá það fram, að það skipulag afurða-
s°lunnar, sem komst á með lögum 1934, var kappsmál framleiðenda almennt.