Saga - 1984, Side 306
304
RITFREGNIR
Af ýmsum ástæðum hafa menn fengið ranga hugmynd um afstöðu flokkanna
í málinu. Þó að frásögn Ingólfs sé tvímælalaus, hefur það ekki náð öllum les-
endum bókarinnar, ef marka má einn ritdóminn (frá 1984), þar sem segir um
það mál, að „mikill hluti Sjálfstæðisflokksins var algjörlega á móti þessari lög-
gjöf. “ Mér þykir því nauðsyn að minna á það, að mjólkurlögin voru samþykkt
í efri deild alþingis við nafnakall með 14 atkvæðum gegn tveimur, en í neðri
deild tók Ólafur Thors, þá nýorðinn formaður Sjálfstæðisflokksins, það fram,
að þar væri um að ræða „eitt af þeim málum, sem svo að segja allt þingið er
sammála um, að ná skuli fram að ganga. “ Við aðra umræðu lýsti hann beinlíms
eftir óskum manna og tillögum, „svo að einungis lítil umræða þurfi fram að
fara við 3. umræðu, og aðeins að forminu til.“ Ólafur gerði þá grein fynr
stuðningi sínum við málið, að hann flytti skoðanir umbjóðenda sinna í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. í neðri deild voru lögin samþykkt með 25 atkvæðum
gegn þremur án nafnakalls. Þetta voru lög um samsölu o.fl.
Átök um verðlagsmál koma allmikið við sögu. í fyrra bindi segir frá því, er
Ingólfur beitti sér sem formaður kjötverðlagsnefndar fyrir stórfelldri hækkun
kjötverðs 1942. Kaupmáttur almennings í bæjum hafði aukizt stórlega með
hærra kaupgjaldi og mikilli vinnu. Kringumstæður voru því hagstæðar til
slíkrar hækkunar, en þó hefur þurft dirfsku til að knýja fram eins mikla hækkun
og varð. Var Ingólfur lengi lofaður fyrir af flokksbræðrum í sveitum.
1 síðara bindi segir frá átökum um sexmannanefnd framleiðenda og neyt-
enda, sem samdi um verðlag og stofnuð var með lögum um Framleiðsluráð
landbúnaðarins árið 1947. Alþýðusambandið átti fulltrúa í nefndinni, en hætti
að tilnefna mann í hana árið 1965. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal
Valdimarsson, vildi, að framleiðendur semdu um verðlag við ríkisvaldið í stað
þess að semja við fulltrúa hagsmunasamtaka neytenda og flutti um það laga-
frumvarp á alþingi. Sú tillaga fékk þó ekki undirtektir.
í lok kaflans um átök um sexmannanefnd (bls. 88) segir Ingólfur: „Ekki hef
ég orðið þess var, að neinar ákveðnar hugmyndir hafi komið upp um það að
hverfa frá þessu kerfi. “ Hér þarf að leiðrétta. Árið 1968 óskaði Stéttarsamband
bænda eftir því, að fyrirkomulagi verðlagssamninga yrði breytt, sexmanna-
nefnd lögð niður og teknir upp beinir samningar um verðlags- og kjaramál
milli ríkisins og bænda. Árið 1972 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að
endurskoða Framleiðsluráðslögin. Nefndin varð sammála og skilaði tillögum
að frumvarpi til breytinga á lögunum, m.a. um það, að teknir yrðu upp beimr
samningar milli ríkis og bænda um verðlags-og kjaramál. Frumvarpið var lagr
fram á alþingi, en hlaut ekki afgreiðslu. í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar 1978 segir: „Lögunum um Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins verði breytt, m.a. á þann hátt, að teknir verði upp beinir samningar fulltru3
bænda og ríkisvaldsins um verðlags-, framleiðslu- og önnur hagsmunamál
landbúnaðarins." í október 1979 lagði landbúnaðarráðherra fram frumvarp td
laga þess efnis. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu. Aðalfundur Stéttarsambands