Saga - 1984, Síða 307
RITFREGNIR
305
bænda óskaði síðast eftir slíkri breytingu árið 1980. Ekki verður því annað sagt
en að ákveðnar hugmyndir hafi komið fram um að breyta verðlagskerfi land-
búnaðarins. Hvað því réð, að látið var sitja við yfirlýsingar og engu breytt, skal
hins vegar ósagt.
Búvöruframleiðslan stórjókst á þeim tíma, sem Ingólfur lét að sér kveða í
landbúnaðarrriálum, og framan afí samræmi við aukna neyzlu. Tvenns konar
urræði hafa aðallega komið til greina til að kalla á aukna framleiðslu, annars
vegar að hækka verðlag á afurðum og hins vegar að hvetja til jarðabóta og
greiða niður kostnað við þær með beinum framlögum úr ríkissjóði og með
odýrum lánum. Hækkun á afurðaverði skilar sér tiltölulega bezt til þeirra, sem
hafa hlutfallslega mikinn tilkostnað. Hitt, að bjóða styrki til framkvæmda og
hagstæð lán, var frekar til jöfnunar milli bújarða. Löngum hafði almenningur
trú á þeirri leið til að lækka framleiðslukostnað frekar en treysta því, að hag-
stætt afurðaverð hvetti menn til jarðabóta fyrir eigið fé.
Ekki kemur fram, hvernig Ingólfur hugsaði þau mál, en þau mæddu, sem
von er, oft á honum. Hann finnur þó að því, að afurðaverði hafi verið haldið
niðri á árunum áður en hann tók við Kaupfélaginu Þór. Merkasta nýmælið í
þessum efnum, sem varðar aðgerðir til jarðabóta í stjórnartíð hans og hann
minnist á, er ákvæði um Stofnlánadeild landbúnaðarins í lögum frá 1962.
Stofnlán fengust þá með góðum kjörum, með því að ríkisstjómin útvegaði
dcildinni fé úr ríkissjóði án endurgjalds og með því að leggja gjald á útsöluverð
°g draga af afurðaverði til bænda. Verðbólga bætti svo lánskjörin enn frekar.
Með slíkum lánskjörum urðu bændur kappsfullir í framkvæmdum. Gat hver
bóndi, sem naut þannig stofnlánakjara, hrósað happi (og þakkað Ingólfi),
þegar hann leit á málið af heimahlaði. Öðru máli gegndi þegar málið var
skoðað frá sjónarmiði heildarinnar og markaður fyrir afurðir landbúnaðarins
Var takmarkaður. Um það birti höfundur (BSt) rökstutt álit þegar árið 1968 (í
Samvinnunni). Þau varnaðarorð hafa sannazt allt of vel.
Ingólfur réð því, að bændur fengu lögbundinn rétt til útflutningsuppbóta
árið 1959. Lengi vel dugði sá réttur bændum til að mæta halla við útflutning,
en undanfarin ár hefur útflutningshallinn orðið meiri en svo. Ingólfur kennir
verðbólgunni um. Það stenzt ekki athugun. Vandræðin stafa ekki einungis af
auknu útflutningsmagni, heldur hefur útflutningsverð landbúnaðarafurða
hvkkað stórlega miðað við annað útflutningsverð.
Ingólfur komst til áhrifa í þjóðmálum á óskastund, þegar hann varð formað-
ur kjötverðlagsnefndar árið 1942, og hann kunni að nota óskastundina. Eftir
það treystu bændur honum, þótt þeim þætti á stundum á sig hallað í verðlags-
’uálurn í stjórnartíð hans. Andóf Alþýðuflokksmanna í landbúnaðarmálum,
Tteðan þeir sátu í ríkisstjórn með Ingólfi 1959-71, sannfærði stuðningsmenn
Mns enn betur um það, hvern hauk bændur ættu í horni, þar sem Ingólfur var.
1 stjórnartíð hans buðust bændum gullin tækifæri til stofnframkvæmda fyrir
°dýrt fé - bændum þóttu þau gullin, þegar þeir horfðu hver af sínu hlaði, en
20