Saga - 1984, Page 322
320
RITFREGNIR
vegar og róttækni í stjórnmálum hins vegar. Síðar hafa aðrir komið, einkum
fræðimenn utan Skandinavíu, sem hefur leikið forvitni á að skýra sterka stöðu
skandinavískra sósíaldemókrata. Árangur einnar af nýjustu rannsóknum á
þessu sviði er bók Francis G. Castles: The Social Democratic Image of Society. A
Study of the Achievements and Origins of Scandinavian Social Democracy in Com-
parative Perspective (London 1978). Þótt rannsóknir sem þessi byggi á saman-
burði þá er þó iðulega litið á Skandinavíu sem heild og samanburðinum fremur
beint út á við en inn á við.
Af nafni bókar Elvanders mætti ætla að skandinavísk verkalýðshreyfing sé
heild, en það er síður en svo. Hann gefur sér að svo sé ekki og leitast við að
skýra muninn á löndunum.
Spurningin sem er leiðarhnoða bókarinnar er: Hverjar eru helstu orsakir
ólíkra pólitískra styrkleikahlutfalla sem hafa komið í ljós milli sósíaldemó-
krataflokkanna þriggja: Det norske arbeiderparti (DNA) í Noregi, Sveriges
socialdemokratiska arbetarparti (SAP) í Svíþjóð og Socialdemokratiet í Danmörku?
Munurinn á flokkunum, sem var orðinn greinilegur strax eftir 1945, varð sér-
lega skýr á áttunda áratugnum.
Niðurstöður Elvanders eru í megindráttum, að atkvæðástyrkur sænska
flokksins á eftirstrfðsárunum, veikleiki danska flokksins og miðjustaða þess
norska eigi rætur í misjöfnum samfélagsformum. Sá mismunur var orðinn
áberandi þegar í upphafi iðnvæðingar og þingræðis, á fyrstu árum sósíal-
demókratískra hreyfinga í Skandinavíu. Þannig, segir Elvander, breyttist Sví-
þjóð á tiltölulega fáum árum úr einu af frumstæðustu bændasamfélögum Evr-
ópu í iðnaðarsamfélag með öran hagvöxt og mikla framleiðni. Vinnuaflsfrekur
stóriðnaður varð burðarstoð samfélagsins og samþjöppun framleiðslunnar 1
stórar einingar og blómstrandi útflutningsiðnaður færðu Svíþjóð úr fátækt í að
vera ríkast Norðurlandanna.
Iðnvæðing hófst mun fyrr í Danmörku en í Svíþjóð og Noregi, en þróunin
varð hæg og landbúnaðurinn var mikilvægasti geiri efnahagskerfisins allt frarn
á sjöunda áratug þessarar aldar. Meðan iðnframleiðslan í Svíþjóð og jafnvel 1
Noregi einkenndist afútflutningsframleiðslu í stórum verksmiðjum, einbeittu
Danir sér að smáiðnaði fyrir heimamarkað.
Noregur hafði að þessu leyti miðlæga stöðu. Að vísu líktist þróunin þar
þeirri sænsku hvað varðar hraða iðnþróun, og höfuðáherslan var lögð a
útflutningsframleiðslu, en hins vegar líktust framleiðslueiningarnar meir þeim
dönsku en þeim sænsku. Á hinn bóginn hefur mikilvægi landbúnaðarins verið
mcira í Noregi og þéttbýlismyndun orðið hægari cn íhinum löndunum tveim-
ur. Norski Verkamannaflokkurinn hefur mótast af þeirri staðreynd, meðal
annars á þann hátt að hann er valddreifðari („mer decentraliserad organisa-
tionsstruktur") og hefur hærra atkvæðahlutfall landsbyggðarfólks, smábænda
og fiskimanna. Hins vegar hefur hið stéttbundna kosningamynstur, sem ex
formfastara í Noregi en í Danmörku og Svíþjóð, gert flokknum erfitt um vik