Saga - 1984, Page 323
RITFREGNIR
321
á síðustu árum að laða að sér nýja kjósendur úr ört vaxandi þjónustuhópum,
hinni nýju miðstétt.
Önnur meginástæða ólíkrar þróunar flokkanna er að mati Elvanders póli-
tísks eðlis. Sósíaldemókratar í Svíþjóð og í Danmörku börðust fyrir þingræði
við hlið frjálslyndra borgaraflokka, og þeirri baráttu lauk ekki fyrr en að lok-
inni fyrri heimsstyijöld. í Noregi náði hins vegar þingræðisskipanin rótfestu
mun fyrr, og hafði það í för með sér að leiðir skildi með Verkamannaflokknum
og Vinstriflokknum þegar árið 1905. Á sama tíma og sænski flokkurinn og sá
danski áttu í harðri baráttu fyrir þingræði, og völdu báðir umbótastefnuna
(þeir losuðu sig við byltingarsinnaða minnihlutahópa strax árið 1917 þótt
marxisminn hafi lifað í stefnuskrám þeirra fram yfir 1920), þá lenti norski
Verkamannaflokkurinn í pólitískri einangrun.scm ýtti undir valdatöku hinna
„byltingarsinnuðu" árið 1918. Það var ekki fyrr en um miðjan fjórða áratug-
ínn, að umbótastefnan náði undirtökunum og einangrunarmúrinn fór að
brotna.
I fáum orðum eru niðurstöður Elvanders þær, að misjafn styrkur flokkanna
eigi fyrst og síðast rætur í umhverfi þeirra, samfélagsbyggingu landanna og
efnahagsgrunni, Hlutfallslega veika stöðu danska flokksins (í skandinavísku
ljósi) telur hann leiða af mikilvægi landbúnaðar og smáatvinnurekstrar í
dönsku samfélagi. Auk þessa komi til mikil sundrung innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og markviss afskipti ríkisvaldsins af kjaradeilum.
Sænski flokkurinn nýtur aftur á móti góðs af ýmsum ytri aðstæðum. Þró-
aðri iðnvæðing og miðstýring atvinnulífsins hefur óhjákvæmilega leitt af sér
ákjósanleg skilyrði fyrir miðstýrða verkalýðshreyfingu og sterka flokksvél.
Þar að auki hafa tengsl og samvinna alþýðusambandsins og flokksins verið
mun nánari í Svíþjóð en í Danmörku. Á vissan hátt hefur Noregur hér miðlæga
stöðu.
Elvander aðhyllist greinilega Bull-Galensonkenninguna um að samband sé
TOilli hraðrar iðnþróunar í stórum einingum, félagslegrar uppflosnunar og
pólitískrar róttækni. Hann er þó meðvitaður um veikleika þessarar kenningar
einnar og sér, því eins og Lafferty hefur bent á1 þá myndi þessi regla, ef hún
stæðist, hafa þýtt að Svíþjóð, með hina hröðu þróun stóriðnaðar um aldamót-
>n, hefði fengið róttækustu verkalýðshreyfinguna. Elvander bætir við athuga-
semd um atriði, sem Bull hafði raunar gefið gaum að áður, að skjótfengin
þingræðisskipan í Noregi hefði orsakað að Verkamannaflokkurinn þurfti ekki
að setja á sig bönd til að varðveita friðinn við frjálslynda borgaraflokka. Það
sem Elvander á við er, að baráttan fyrir þingræði og sú nauðsyn danskra og
sænskra sósíaldemókrata að vinna með frjálslyndum að því takmarki hafi ýtt
Ur>dir,að fyrrnefndir flokkar völdu hægfara leið umbótastefnunnar. Á hinn
bóginn var þeirri þörf ekki til að dreifa í Noregi eftir 1905 og Verkamanna-
21
1 ■ W.M. Lafferty: Economic Development and the Response ofLabour in Scandi-
navia. A Multi-level Analysis. Oslo 1971.