Saga - 1984, Page 325
RITFREGNIR
323
Island með í dæmið). Hins vegar verður að átelja, hversu rækilega honum tekst
að sniðganga megnið af þeim marxísku verkum, sem rituð hafa verið um
verkalýðshreyfmgu landanna þriggja. Eins er það vísindamanninum til lítils
sóma að láta frá sér fara fullyrðingar á borð við þessa:
Frá því Komintern í lok þriðja áratugarins fyrirskipaði algjört stríð við
sósíaldemókrata á öllum vígstöðvum, þá varð baráttan gegn moskvu-
sinnuðum kommúnistum helsta verkefni sósíaldemókrata.2
Hér er ekki djúpt kafað. Ég læt nægja að vitna í bréfflokksins tiljóns Baldvins-
sonar, þáverandi formanns Alþýðuflokksins. Bréfið er dagsett 10. september
1923.
Nu kender De det danske Partis Stilling. De ved at vi med hele vor
Magt bekæmper Kommunisterne i vort Land, og at disse som Fölge af
vor klare Stilling ikke har haft Held til at blive andet end en næsten
usynlig Sekt her i Danmark.3
Hér er að vísu lýsing á dönskum veruleika, en hvað varðar baráttu sósíal-
demókrata og kommúnista var Danmörk ekki einangrað eyland, heldur hluti
meginlandsins.
Þrátt fyrir slíka annmarka er bókin hið þarfasta verk og ekki síst fróðleg lesn-
tng fyrir okkur Frónbúa, sem höfum búið við aðstæður, sem hafa sett annað
niark á þróun sósíaldemókratisma og verkalýðshreyfingar en raunin varð ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Þótt enn hafi engin heildarúttekt verið gerð á sögu íslenskrar verkalýðs-
hreyfingar, hefur ekki skort alls kyns skýringar, sem eigajafnvel á stundum að
bregða ljósi yfir meginorsakir hins íslenska veruleika.
Árið 1938 skipti sköpum í íslenzkum stjórnmálum. Þá var úrslita-
orrustan háð milli kommúnista og sósíaldemókrata um forræði fyrir
íslenzkri vinstrihreyfingu. Enn í dag er spurt: Hvernig má það vera að
menn, sem gerðu átrúnað á blóðugt lögregluríki Stalíns að lífshugsjón
sinni, náðu fjöldafylgi með íslendingum, en urðu annars staðar á
Norðurlöndum lítið annað en fámennur sértrúarsöfnuður mennta-
manna? Hvers vegna hafa lýðræðisjafnaðarmenn aldrei náð þvílíku
fjöldafylgi með íslenzku þjóðinni sem annars staðar á Norðurlöndum?
Vilji menn leita svara við þessum spurningum, þá er lykilinn að svarinu
að finna í pólitískri atburðarás þess örlagaríka árs.4
Eftir lestur hinnar ágætu bókar Elvanders brennur sú spurning á mér, hvort
bér liggi svarið, eða hvort þetta sé aðeins mælskulist stjórnmálamanns.
Þorleijur Friðriksson
2. Elvander, bls. 83.
3. Ólafur R. Einarsson: „Fjárhagsaðstoð og stjórnmálaágreiningur". Saga
1979, bls. 63.
4. Jón Baldvin Hannibalsson: „Jón Baldvinsson". í Þeir settu svip á öldina.
Rvík 1983.